Samtíðin - 01.02.1953, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN
21
um fremur átti sér hæfileikann til að
„faðma himnaheim“, skáldsins, sem
orti kvæðið Loftfar, löngu áður en
flugmál Islands fæddust“.
„Já, hans er framtíðin eins og
flugmálanna. En svo ég víki nú aftur
að stjörnubjörtu nóttinni uppi i há-
loftunum. Þegar ég hristi af mér til-
finningasemina og lit til sofandi far-
þeganna frammi i rökkrinu, finnst
mér eins og ég beri jafnvel áhyrgð á
hfi þeirra, en það er erfitt að gera
öðrum grein fyrir þessu“.
„Ég gæti trúað, að yður þætti orð-
ið vænt um flugvélina“.
„Það getið þér reitt yður á. Þegar
maður er búinn að gegna flugfreyju-
starfi í 6 ár og hefur flogið flestar
langferðirnar i sömu vélinni, er mér
að minnsta kosti svo farið, að flug-
vélin er mitt annað heimili, og far-
þegarnir eru mér eins og kær-
komnir gestir, sem dveljast hjá mér.
Og auðvitað reynir maður eftir
fremsta megni að láta fara eins vel
um gestina og hægt er. En að lok-
inni flugferð finnst mér fyrirhöfn
sú, sem ég kann að hafa haft þeirra
vegna, fullgoldin með hlýlegri kveðju
þeirra. Samúð manns með flugvél-
inni verður smám saman eins náin
og hún væri manns eigin íbúð. Þegar
ég sé skrámu á þih eða slit á stólsetu
í vélinni, finnst mér það alveg eins
hvimleitt og um íbúð mína og hús-
gögn væri að ræða“.
KJÖT & GRÆNMETI
er sú matvöruverzlun höfuðstaðarins,
sem fullnægir bezt kröfum nútímans um
hreinlæti, hollan mat og góðan.
Snorrabraut 56. Símar 2853 og 80253.
Húseigendur
athugið!
Látið ekki eldinn leggja heimili yðar
í rústir. — Pyrsta hjálpin er alltaf
bezt.
Höfum ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir af slökkvitækjum til notkunar
í heimahúsum.
Veitum fyllstu upplýsingar.
Allir vita, að eldshætta getur orðið
hvenær sem vera skal.
Hafið því ávallt slökkvitæki við
höndina.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Kolsýruhleðslan s.f.
Tryggvagötu 10. — Sími 3381.
9
*
Lr og klukkur
Skartgripir
Borðsilfur
Listmunir
£lhm$ . Kventízkuvörur
ávallt í f jölbreyttu úrvali hjá okkur.
Komelíus Jónsson
Úra- og skartgripaverzlun
Skólavörðustíg 8. Reykjavík.
Símar 82056 og 81588.