Samtíðin - 01.02.1953, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.02.1953, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 Jrója oy iónaóur 2 7 Blikksmiðjan Grettir stnúðar nú hítavatns- kassa ú heiwnswatœli- kvarða ÁRIÐ 1931 stofnuðu þeir bræður, Jón og Ingibergur, Stefánssynir Blikksmiðjuna Gretti sf. á Greltis- götu 34. Unnu þeir í fyrstu einir að venjulegum blikksmíðastörfum. Að þrem árum liðnum var orðið of þröngt um starfsemina í þáverandi húsakynnum, og fluttist hún því i rúmbetra húsnæði á Grettisgötu 18. Um 11 ára skeið var blikksmiðjan rekin þar og óx nú svo hröðum skrefum, að enda þótt byggt væri ofan á suðurhluta hússins, reyndist það of lítið, og árið 1945 fluttist Grettir í nýtt hús, Brautarholt 24 og starfar þar nú í ákjósanlegu húsnæði, sem er 400 ferm. að flatarmáli. „Samtíðin“ hefur síðan 1936 fylgzt nokkuð með þessu myndarlega iðn- fyrirtæki og er henni kunnugt um dugnað og hugkvæmni eigenda þcss. Þegar ég frétti um daginn, að Grettir hefði útvegað sér nýjar vélar til þess að smíða vatnskassa á bíla með sörnu aðferð og viðhöfð er í fullkomnustu verksmiðjum erlendis, bað ég Jón Stefánsson framkvæmdarstjóra að segja Iðnaðarþættinum nokkuð frá þessari nýju starfsemi svo og öðrum störfum blikksmiðjunnar. Honum fórust þannig orð: „Við bræður höfðum ekki fyrr stofnað blikksmiðju okkar en við tókum að athuga möguleika á því að gera við vatnskassa á bílum. Við það kvnntumst við auðvitað þegar í stað Efnalaug Vesturbæjar h.f. VESTURGÖTU 53. SÍMI 81353. reináun ocj preiiun, Aðeins fullkomnasta hreinsunarefni er notað, sem hvorki breytir lit eða lagi fatnaðarins. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Fullkomin járn- og trésmíðaverk- stæði vor ásamt þaulvönum fagmönnum tryggja yður fyrsta flokks vinnu. Leitið tilboða hjá oss, áður en þér farið annað. Sími 16^0. ^JJemiiL l'atah

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.