Fréttablaðið - 28.12.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 28.12.2009, Síða 16
16 28. desember 2009 MÁNUDAGUR INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2009 S iðferðilegt flekkleysi þess heims sem nú skyldi rísa ölvaði okkur. Við vorum gagntekin af hugmyndum sem voru þokukenndar og við gátum ekki komið orðum að, en voru þess virði að berjast fyrir þeim. Við áttum okkur mörg líf í þessum baráttuhvirfli, og drógum aldrei af okkur; og samt, þegar takmarkinu var náð og dagsbrún nýrra tíma reis, þá komu gömlu mennirnir aftur og hrifsuðu til sín sigur okkar og endurskópu í mynd þeirrar afdönkuðu veraldar sem þeir þekktu. Æskan gat sigrað en kunni ekki enn að varðveita sig- urinn: og var svo átakanlega veik andspænis ellinni. Við stund- um því upp að við hefðum barist fyrir nýjum himni og nýrri jörð og þeir þökkuðu okkur góðfúslega og sömdu sinn frið. (T.A.Lawrence: Seven Pillars of Wisdom). Hugmyndin um Nýja Ísland er þokukennd. Á meðan við hikstum því upp að við viljum nýjan himin og nýja jörð þakka þeir góðfús- lega og semja „sinn frið“ sem er slítandi þrætubók, sundurlyndi og hagsmunastagl. Munum að hrun- ið var gjaldþrot ættbálka- og klík- ustjórnmála þótt það birtist sem fjármálakreppa. Hrunið hefði aldrei orðið svona slæmt ef stjórn- málamenn hefðu staðið sig, það vissi fólkið. Við áttum okkur mörg líf í …baráttuhvirfli búsáhalda- byltingarinnar og á endanum var aðgerðaleysistjórnin rekin með skömm. Og hvað svo? … þeir þökk- uðu okkur góðfúslega og áhöfn- in á þjóðarskútunni rífst á dekki meðan hrakist er brimskaflinn undir Látrabjargi, nema nú verður ekkert björgunarafrek; það er eng- inn til að skjóta líflínu til Alþingis og draga það á Virðingarstall. Því aðrir hagsmunir ráða för. Orrustan um Ísland Ef Nýja Ísland er það sem Gamla var ekki, verður greiningin að vera rétt. Það sem nú stendur er ekki uppgjör við „nýfrjálshyggjuna“. Hún var aldrei annað en yfirvarp ráðandi hagsmunahópa til að stela eignum þjóðarinnar og færa undir lögmál klíku- og höfðingjaveldis í anda afrískra ættbálkastjórnmála. Á átta árum fjölgaði Sjálfstæðis- flokkurinn (með samstarfsflokk- um) ríkisstarfsmönnum um 37%, þandi ríkisútgjöldin út um 50% á níu árum og jók heildarskattbyrði sem hlutfall af þjóðarframleiðslu; fjörutíu nýjar ríkisstofnanir komu til sögunnar. Þetta er ekki frjáls- hyggja. Þetta er umgjörð um sams konar spillingarkerfi og mörg nýfrjálsu afrísku ríkin komu sér upp með vildarvinapólitík, klíku- veldi og kerfisbundnu ráni á auð- lindum. Við lýðveldisstofnun Unga Íslands fengu örfáar fjölskyldur einkaleyfi til að mjólka herstöð; öðrum var úthlutað heildverslun- arleyfum og gjaldeyri til að okra, kommisarar flokkanna í bönkum brenndu sparifé almennings með vildarlánum til vildarvina; rað- gengisfellingar hirtu laun fólksins; svo kom sægreifakerfið og hin rök- rétta niðurstaða af því: einkavina- væðing bankanna. Frjálshyggju- tilraun? Nei. Gamla Ísland var rányrkjubú. Þess vegna er orrust- an um Ísland svo hörð núna. Hver á að ráða bönkunum? Hver á að stjórna kennitöluflakki, afskrift- um og valda reiti viðskiptalífsins? Hver fær að skammta gjaldeyri? Raða í stöður og skipa dómara, ákveða eftirlaun og skattfríðindi smásagnahöfunda? Líkið af Gamla Íslandi er á börunum og erfingj- arnir slást um það litla sem eftir er til að halda áfram að mergsjúga; vilja blása lífi í það og endurskapa í mynd þeirrar afdönkuðu veraldar sem þeir þekktu. Þess vegna fæst engin samstaða í nafni þjóðarinn- ar því enn á að ræna hana. Hið pól- itíska verkefni er miklu stærra en bara skipta út „nýfrjálshyggju“ fyrir norræna velferð. Nýja Ísland er spurning um nýja aðferð. Smæð vandans Það er enginn annar. Það eru bara við og við erum þrjú hundruð þús- und og það er á mörkunum að við getum staðið undir því að reka samfélag. Endurnýjunin og umbylt- ingin varð líka hálf-endaslepp … Sama gamla tóbakið fyllir vitin svo ég fæ köfnunartilfinningu. Íslenskt samfélag er kassi með fjórum veggjum sem við hlaupum á til skiptis. Völdin færast milli sömu manna aftur og aftur, fram og til baka, og ekkert breytist. Um stund var eins og glitti í útgöngu- leið í einu horninu og ferska loft- ið streymdi inn með fyrirheit um eitthvað nýtt en á þröskuldinum skall hurðin aftur svo við stöndum í sömu sporum og áður, innmúruð. Stundum grípur mig viðþolslaus þörf til að brjóta mér leið í gegn- um þessa steypu og út úr kassan- um, reka þó ekki væri nema bara nefið út fyrir og taka nokkur and- köf. (Una Sighvatsdóttir, Mbl. nóv 2009) Er vandi Íslands stór eða smár? Á þessari örskotstundu í sögu þjóð- arinnar sem við nú lifum er hann risavaxinn. En í hinu stóra sam- hengi hlutanna, í tíma og rúmi, er framtíð Íslands björt. Íslending- ar eru ríkt fólk í samanburði við 99% af mannkyni. Við eigum auð- lindir, vatn, orku, fisk og landgæði; mál og menningu; við eigum miklu meira en flest annað fólk sem nú lifir. Því miður eigum við líka allt þetta ráðleysi. En auðvitað miðum við okkur ekki við fátæklinga? Nei. En við erum þjóð sem er minni Nýja Ísland, óskalandið − hvenær kemur þú? Traustið brann með jólatrénu á Austurvelli fyrir tæpu ári. Stefán Jón Hafstein segir að hinn svikni, reiði og vanmáttugi verði að fá hlutverk í sköpun Nýja Íslands. Það er ekki stjórnmálamanna að útfæra það, heldur greiða götur afla sem búa með þjóðinni. BYLTING „Það verður að galopna kerfið? Þá dugar ekki bara að galopna í rafrænum kosningum um hvar eigi að leggja bílum í Grafarvogi, heldur hvernig við tökum á Grafarþögninni sem alltaf umlykur allt sem úrskeiðis fer.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stefán Jón Hafstein er umdæmisstjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í Malaví. Hann hefur setið í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Innlendir vendipunktar 2009 Fréttablaðið gerir upp árið með greinum um innlenda vend- ipunkta eftir valda höfunda. Vendi- punktarnir snúast um markverðar fréttir og atburði sem gerðust á árinu og gætu haft áhrif til fram- búðar á Íslandi. Færið umræðuvaldið til fólksins. Ef ekki, verður migið á hreinsunareldinn úr skúmaskotum Gamla Íslands þar til reyk- urinn og fnykurinn fæla alþýðu fólks endanlega frá því að taka þátt í þessu ,,helvítis fokking fokki“.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.