Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2009, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 28.12.2009, Qupperneq 32
 28. desember 2009 MÁNUDAGUR4 Mér finnst jólin rosalega skemmtileg og hef gaman af því að skreyta,“ segir glæpasagna- höfundurinn Yrsa Sigurðardóttir, sem einmitt gefur út sína tíundu bók nú fyrir jólin. „Er það satt sem ég hef heyrt að þú kaup- ir alltaf risastórt jólatré og skreytir það með 3.000 ljósaperum,“ spyr blaðamaður ísmeygi- lega eins og það sé einhver glæpur. „Já, já, það er alveg satt,“ játar Yrsa eins og ekkert sé eðlilegra. „Þetta byrjaði þannig að í garð- inum okkar voru svo mörg jólatré að hann þurfti að grisja. Maðurinn minn og ég felld- um þrjú og færðum þau inn í hús og skreytt- um.“ Blaðamaður hváir og ósjálfrátt missir hann út úr sér: „Þrjú?“ Yrsa lætur það ekk- ert á sig fá og heldur áfram. „Já, þrjú og við skreyttum þau öll. Þetta var mjög jólalegt. En þetta voru bara þessi einu jól en eftir þau átti ég svo mikið af jólaljósum og skrauti að ég ákvað að kaupa eitt stórt jólatré og skreyta það. Ég skreyti það mjög þétt og já, það fara að minnsta kosti um 3.000 ljósaperur á það en það er afskaplega fallegt og þess virði, þótt fingur verði aumir og rispaðir í nokkra daga,“ segir hún og hlær. Það er ljóst að Yrsa er ein af þeim sem sitja aldrei með hendur í skauti. Þegar hún er ekki að vinna sem verkfræðingur, þá skrifar hún glæpasögur og þegar hún er búin að senda frá sér bók tekur við annað risastórt verk- efni – sem sagt skreyting jólatrés sem myndi sóma sér vel á hvaða jólatrésskemmtun sem er. „Jú, jú, ég tek mér frí á aðfangadag,“ segir hún og hlær. „Desembermánuður er oft annasamur ef ég er að gefa út bók eins og núna, en það er glæpasagan, Horfðu á mig. Það þarf að fylgja bókunum úr hlaði og jafnvel þótt þetta sé tíunda bókin mín þá virðist ég seint venj- ast þessu. Mér finnst alltaf jafnskrítið að sjá umfjöllun um mig eða bækurnar mínar í fjöl- miðlum.“ En ætlarðu einhvern tímann að skrifa glæpasögu sem gerist um jól? „Ja, ég bara veit það ekki. En reyndar er bókarkápan í ár mjög hátíðleg en það er reyndar bara tilvilj- un. En jú, glæpir gerast líka um hátíðir.“ unnur@frettabladid.is Skreytir greinar þrjú þúsund jólaljósum Yrsa Sigurðardóttir er kona sem hugsar stórt. Einu sinni hafði hún þrjú jólatré í stofunni hjá sér en nú hefur hún aðeins eitt. En þetta aðeins eina er reyndar risastórt og það skreyt- ir hún hvorki meira né minna en með 3.000 jólaljósum! Yrsa með hundana sína Pillu og Palla fyrir framan skrautlegt jólatréð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mikið verk er að skreyta jólatréð fína en Yrsa telur það ekki eftir sér þó fingur hennar verði aumir og rispaðir. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum Chesterfield leðursett 3+1+1 Bonn Man-8205 Köln 3+1+1 aspen boston-luxBonn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 man-75 leður bogasófi Fusite -6731 Leðursett 3+1+1 p-8185 Hornsófi 2H2 295.1 10 kr Verð áður 327.9 00kr 299.9 00 kr Verð áður 469.0 00kr 199.9 50 kr Verð áður 399.0 00kr Við framleiðum hornsófa, tungusófa sófasett og staka sófa eftir óskum hvers og eins. Mikið úrval af áklæðum Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.