Fréttablaðið - 28.12.2009, Side 54
46 28. desember 2009 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson
skoraði sitt sjötta mark á tímabil-
inu þegar hann tryggði Reading
1-1 jafntefli á móti Swansea á
laugardaginn. Gylfi Þór skoraði
markið beint úr aukaspyrnu sem
hann fiskaði sjálfur.
„Þetta var ágætis mark. Skot-
ið fór rétt yfir vegginn og mark-
maðurinn náði þessu ekki,“ lýsir
Gylfi markinu sínu í leiknum.
„Þrátt fyrir að þetta hafi verið
gott mark þá hef ég skorað nokk-
ur flottari,“ segir Gylfi spurður
hvort markið um helgina komist
í hóp með þeim bestu sem hann
hefur skorað. „Ég er búinn að
skora áður beint úr aukaspyrnu á
tímabilinu því ég skoraði þannig
mark á móti Peterborough í deild-
inni,“ sagði Gylfi sem er marka-
hæsti leikmaður Reading á tíma-
bilinu ásamt Grzegorz Rasiak.
„Það gengur mjög vel hjá mér
að skora en við þurfum að fara
að taka einhver stig og vinna ein-
hverja leiki,“ segir Gylfi.
„Þeir eru í fimmta sæti í deild-
inni þannig að þeir eru með mjög
gott lið. Þetta voru kannski sann-
gjörn úrslit en við vorum að spila á
heimavelli og vildum fá þrjú stig,“
sagði Gylfi sem átti möguleika á
að skora sigurmarkið í seinni
hálfleik en Dorus de Vries, mark-
vörður Swansea, varði þá vel frá
honum. Gylfi tekur næstum því
allar aukaspyrnur fyrir Reading
og það breytist ekki í bráð eftir
markið á laugardaginn.
„Ég hef tekið flestar auka-
spyrnur í vetur eftir að ég kom
inn í liðið. Maður fær alltaf nokk-
ur tækifæri í hverjum leik til
að skjóta á markið,“ segir Gylfi.
„Ívar var eitthvað að biðja um að
fá að taka einhverjar aukaspyrn-
ur en ég held að hann sleppi því
nú eftir þennan leik,“ sagði Gylfi
í léttum tón.
Gylfi lék allan leikinn með
Reading alveg eins og landar
hans Ívar Ingimarsson og Brynj-
ar Björn Gunnarsson. „Ég
held að þetta sé fyrsti leik-
urinn sem við spilum allir
á þessu tímabili. Brynjar
var að spila sem bakvörð-
ur þar sem hægri bakvörð-
urinn okkar var smá meidd-
ur. Brynjar spilaði mjög vel
þannig að ég býst ekki við öðru
en að hann spili líka á móti
Plymouth á morgun
[í dag],“ segir
Gylfi og bætir
við: „Það verða því mjög líklega
fjórir Íslendingar á vellinum sem
gerist ekki oft hérna úti,“ segir
Gylfi.
Kári Árnason og félag-
ar í Plymouth unnu lang-
þráðan en jafnframt
óvæntan sigur þegar
liðið vann 1-0 útisigur
á Cardiff sem var í 4.
sæti deildarinnar. Kári
lék allan leikinn í miðverð-
inum og stóð sig vel. Gylfi
og félagar í Reading
koma síðan í
heimsókn í
dag þegar
liðin mætast
í mikilvæg-
um leik í
fallbarátt-
unni. - óój
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði jöfnunarmark Reading á laugardaginnn með skoti beint úr aukaspyrnu:
Ég hef skorað flottari mörk en þetta
SEX MÖRK
Gylfi Þór
Sigurðsson
hefur spilað
vel með
Reading á
tímabil-
inu.
Enska úrvalsdeildin
BURNLEY-BOLTON 1-1
0-1 Gary Cahill (28.), 1-1 David Nugent (55.).
Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn.
LIVERPOOL - WOLVES 2-0
1-0 Steven Gerrard (61.), 2-0 Yossi Benayoun
(69.).
MANCHESTER CITY-STOKE CITY 2-0
1-0 Martin Petrov (27.), 2-0 Carlos Tevez (47.).
SUNDERLAND-EVERTON 1-1
1-0 Darren Bent (16.), 1-1 Marouane Fellaini
(84.).
WEST HAM - PORTSMOUTH 2-0
1-0 Alessandro Diamanti (22.), 2-0 Radoslav
Kovác (88.). Hermann Hreiðarsson lék allan
leikinn með Portsmouth.
WIGAN-BLACKBURN ROVERS 1-1
0-1 Benni McCarthy (29.), 1-1 Hugo Rodallega
(52.)
ARSENAL - ASTON VILLA 3-0
1-0 Cesc Fabregas (64.), 2-0 Cesc Fabregas (80.),
3-0 Abou Diaby (90.).
HULL CITY - MANCHESTER UNITED 1-3
0-1 Wayne Rooney (46.), 1-1 Craig Fagan (58.),
1-2 Sjálfsmark (73.), 1-3 Dimitar Berbatov (81.)
STAÐAN:
Chelsea 19 13 3 3 43-15 42
Man. United 19 13 1 5 40-18 40
Arsenal 18 12 2 4 47-20 38
Aston Villa 19 10 5 4 29-17 35
-----------------------------------------------------------
Tottenham 19 10 4 5 40-22 34
Man. City 18 8 8 2 35-27 32
Liverpool 19 9 3 7 36-25 30
Birmingham 19 8 5 6 19-18 29
Fulham 18 7 6 5 23-17 27
Sunderland 19 6 4 9 26-29 22
Stoke City 18 5 6 7 15-22 21
Blackburn 19 5 5 9 18-33 20
Burnley 19 5 5 9 22-38 20
Everton 18 4 7 7 24-32 19
Wolves 19 5 4 10 17-33 19
Wigan 18 5 4 9 21-39 19
West Ham 19 4 6 9 28-35 18
-----------------------------------------------------------
Bolton 17 4 5 8 24-34 17
Hull City 19 4 5 10 18-40 17
Portsmouth 19 4 2 13 17-28 14
Leikirnir í dag: Tottenham-West Ham United
(Klukkan: 12:45), Blackburn-Sunderland, Chelsea
FC Fulham, Everton-Burnley, Stoke-Birmingham
(15:00) og Wolves-Manchester City (19:45).
Á morgun mætast: Aston Villa-Liverpool og
Bolton-Hull City
ENSKI BOLTINN
KÖRFUBOLTI Jakob Örn Sigurðar-
son og félagar í Sundsvall fylgdu
84-77 sigri á Solna eftir með því
að vinna 87-75 sigur á Gothia rétt
fyrir jól.
Með sigrinum komst Sundsvall
upp í 2. sætið. Norrköping hefur
stungið aðeins af en á meðan
harðnar baráttan um annað sætið
milli Sundsvall, Solna og Plannja.
Jakon skoraði 24 stig í sigrin-
um á Solna og var með 19 stig og
67 prósenta skotnýtingu í sigrin-
um á Gothia. - óój
Sænski körfuboltinn:
Jakob og félagar
upp í 2. sætið
GÓÐUR Jakob Örn Sigurðarson hefur
spilað vel með Sundsvall.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Íslandsmeistarar KR-inga skelltu sér til Kína skömmu fyrir jól og léku
tvo sýningarleiki á móti Peking Aoshen. Miðherjinn Jón Orri Kristj-
ánsson blómstraði í ferðinni og var með 26 stig og 18 fráköst
samanlagt í leikjunum tveimur. Jón Orri sprakk út hinum
megin á hnettinum eftir að hafa aðeins verið með 3,9 stig og
3,1 frákast að meðaltali í fyrstu 9 deildarleikjum sínum með
Vesturbæjarliðinu.
„Mér hlýtur bara að líða bara svona vel í Kína,“ segir Jón
Orri í léttum tón en segir síðan: „Þetta var svolítið öðru-
vísi körfubolti. Þeir slógu okkur, klipu og rifu í okkur
og ég fann mig bara vel í þessum aðstæðum,“ segir
Jón Orri sem er þekktur baráttumaður sem gefur
ekkert eftir inni á vellinum.
„Það var hrikalega gaman að koma til Kína og
fá tækifæri til þess að komast inn í annan heim,“
rifjar Jón Orri upp. „Ég held að það sé á hreinu að
hópurinn náði að þjappa sér betur saman i þess-
ari ferð. Það eru fimm eða sex leikmenn sem hafa
ekkert spilað með KR áður þannig að við máttum
alveg við því að kynnast örlítið betur,“ segir Jón Orri. Hann vissi það
líka best sjálfur að hann getur betur en hann hefur sýnt í leikjunum
hér heima.
„Ég er búinn að vera glataður í vetur og get ekkert hlaupið í felur
með það. Ég er að komast í betra og betra form og ég hlýt bara að
fara að finna mig betur. Ég var betri með Þór í fyrra og er í miklu
betra formi núna. Eigum við ekki að segja að ég sé að bíða eftir því
að úrslitakeppnin byrji,“ segir Jón Orri. Hann á í harðri sam-
keppni við fyrirliðann Fannar Ólafsson og Finn Atla Magnús-
son. „Þetta á að vera okkar styrkleiki að vera með þrjá stóra
og sterka menn enda höfum við verið að taka fleiri fráköst
en flest lið. Fannar og Finnur eru báðir búnir að spila brjál-
æðislega vel. Ég hlýt að detta inn bráðum,“ segir Jón Orri.
Jón Orri fékk strax viðurnefnið Kína-Jón eftir að hafa
spilað svona vel í leikjunum á móti Peking Aoshen. „Þeir
vonuðust til að Kína-Jón kæmi heim en ekki íslenski
Jón. Ég á enn eftir að sýna það hvor maðurinn kom
aftur heima frá Kína en strákarnir í KR-liðinu sögðust
kunna miklu betur við Kína-Jón,“ segir Jón Orri hlæjandi.
JÓN ORRI KRISTJÁNSSON: KALLAÐUR KÍNA-JÓN EFTIR GÓÐA FRAMMISTÖÐU MEÐ KR-LIÐINU Í KÍNAFERÐINNI
Vonuðust til að Kína-Jón kæmi með heim
> Jón Arnór hefur góð áhrif
CB Granada vann í gær sinn annan leik í röð í spænsku
úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið vann 83-76 sigur
á Fuenlabrada á útivelli. Þetta var þriðji
leikurinn hjá Jóni Arnóri síðan hann sneri
til baka úr meiðslunum og því ljóst
að Íslendingurinn er strax farinn
að hafa góð áhrif á Granada-liðið
sem var búið að tapa nokkrum
leikjum í röð fyrir endurkomu
hans. Jón Arnór var með 6
stig og 2 stoðsendingar á 22
mínútum og spilaði lokamínútur
leiksins þegar Granada landaði
sigrinum.
FÓTBOLTI Spennan magnaðist á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar
eftir leiki helgarinnar en topp-
lið Chelsea varð enn á ný að sjá
á eftir stigum þegar liðið gerði
markalaust jafntefli við Birm-
ingham. Manchester United nýtti
sér þetta með því að minnka for-
skot lærisveina Carlo Ancelotti í
aðeins tvö stig og 3-0 sigur Arsen-
al á Aston Villa þýðir að mennirn-
ir hans Arsene Wenger eru aðeins
fjórum stigum á eftir Chelsea og
eiga að auki leik inni.
Manchester United komst aftur
á sigurbraut eftir 3-1 sigur á Hull
á útivelli. Wayne Rooney lagði upp
tvö mörk á síðustu 17 mínútunum
og sá til þess að mistök sín kost-
uðu ekki Manchester United stig.
Rooney skoraði fyrsta markið og
átti því þátt í öllum mörkum sinna
manna í leiknum.
„Þeir skoruðu markið eftir mín
mistök og stjórinn hefði ekki verið
ánægður með mig ef við hefðum
ekki unnið,“ sagði Rooney eftir
leikinn. „Þetta er geðveik
deild, fullt af liðum að
tapa stigum og þetta
er orðið mjög jafnt.
Vonandi náum við
upp meiri stöðugleika
í seinni hlutanum,“ sagði
Wayne Rooney.
Arsenal vann 3-0 sigur
á Aston Villa í baráttu lið-
anna í 3. og 4. sæti ensku
úrvalsdeildarinnar. Cesc
Fabregas, fyrirliði Arsenal-
liðsins, byrjaði á bekknum en
kom inn á og skoraði tvö mörk í
seinni hálfleiknum.
Fabregas skoraði glæsimark
beint úr aukaspyrnu aðeins átta
mínútum eftir að hann kom inn
í leikinn í seinni hálfleik
og gerði síðan seinna
markið sitt níu mín-
útum fyrir leikslok eftir frábæra
sendingu frá Theo Walcott. Fabre-
gas meiddist um leið og hann skor-
aði seinna markið sitt og varð að
fara af velli í kjölfarið.
„Við vissum fyrir leikinn að
hann væri ekki alveg búinn
að ná sér. Vonandi kostar
þetta ekki langa fjarveru.
Þetta er líklega bara
smá tognun en hann
hefur rifið vöðvann
á ný þá þýðir þetta þriggja vikna
fjarveru,“ sagði Arsene Wenger
eftir leikinn.
Robert Mancini byrjaði stjóra-
ferilinn vel með Manchester City
á laugardaginn en liðið vann 2-0
sigur á Stoke í hans fyrsta leik.
„Þetta var góður leikur að mínu
mati. Leikmennirnir mínir voru
frábærir því það er ekki auð-
velt að spila á móti Stoke. Fyrsta
vikan er allt í lagi en við getum
gert miklu betur en þetta,“ sagði
Roberto Mancini sem mætti með
City-trefilinn um hálsinn.
Chelsea náði aðeins markalausu
jafntefli á móti Birmingham þrátt
fyrir fjölda tækifæri en Joe Hart
átti stórleik í marki Birmingahm
og varð fyrsti markvörðurinn til
þess að halda hreinu á móti Chel-
sea í vetur.
Liverpool komst upp í sjöunda
sæti ensku úrvalsdeildarinnar
með 2-0 sigri á Wolves á Anfi-
eld í kvöld. Bæði mörk Liverpool
komu eftir fyrirgjafir frá Emilia-
no Insua og eftir að Stephen Ward
var rekinn útaf í upphafi seinni
hálfleiks. „Þetta snérist allt um
að ná fyrsta markinu. Við vorum
stressaðir á tíma í leiknum og við
vorum komnir með stuðnings-
mennina á bakið. Við vissum að
það væri lykilatriðið að halda í
trúna um að markið kæmi og það
kom,“ sagði Steven Gerrard sem
skoraði fyrsta mark Liverpool
með þrumuskalla.
Það er skammt stórra högga
á milli því næsta umferð ensku
úrvalsdeildarinnar hefst strax í
dag með sex leikjum.
ooj@frettabladid.is
Forskot Chelsea aðeins tvö stig
Manchester United og Arsenal voru einu toppliðin sem unnu í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool
vann langþráðan sigur og komst upp í 7. sætið. Manchester City byrjaði vel undir stjórn Roberto Mancini.
BÆTTI FYRIR
MISTÖKIN
Wayne
Rooney
MYND/AFP
FRÁBÆR INNKOMA Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, þurfti ekki langan tíma til að sýna snilli sína. MYND/GETTYIMAGES