Fréttablaðið - 28.12.2009, Side 56

Fréttablaðið - 28.12.2009, Side 56
48 28. desember 2009 MÁNUDAGUR Opnunartímar Í dag 12.00 - 22.00 29. des. 10.00 - 22.00 30. des. 10.00 - 22.00 31. des. 10.00 - 16.00 06. jan. 10.00 - 18.00 Blaze and ice 100 skota Verð kr. 20.000 Flugfélags Íslands Deildarb. Undanúrslit kvenna Valur-Haukar 31-26* (15-14) Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 11, Brynja Steinsen 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 2, Íris Ásta Péturs dóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Nína Kristín Björnsdóttir 2/2, Soffía Rut Gísladóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Sunneve Einarsdóttir varði 17 skot. Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Erna Þráins dóttir 8, Ester Óskarsdóttir 3, Erla Eiríksdóttir 1, Sandra Sif Sigurðardóttir 1, Tatiana Zukovska 1, Þórunn Friðriksdóttir 1, Tinna Guðrún Barkardóttir 1. Bryndís Jónsdóttir varði 23 skot. * Haukar unnu leikinn 10-0 á kæru og spila því til úrslita í dag. Stjarnan-Fram 24-26 (16-12) Mörk Stjörnunnar: Alina Tamasan 10/5, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 6, Esther Ragnarsdóttir 3, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Kristín Clausen 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1. Florentina Stanciu varði 17/3 Mörk Fram: Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 7, Karen Knútsdóttir 6, Stella Sigurðardóttir 4/1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Anna María Guðmundsdóttir 2, Marthe Sördal 2, Hafdís Hinriksdóttir 2. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12/1. Saga úrslitaleikja kvenna 2006 Valur-ÍBV 26-24 2007 vor Stjarnan-Grótta 25-23 2007 jól Valur-Fram 26-21 2008 jól Stjarnan-Haukar 28-27 2009 jól Haukar-Stjarnan Í dag Útskurður HSÍ í máli Nínu Kristínar Björnsdóttur: „Stjórn HSÍ hefur verið tilkynnt að Valur hafi notast við ólöglegan leikmann í leik Vals og Hauka í deild- arbikar HSÍ 27.12.09 Þegar leikskýrsla leiksins er skoðuð er skráð í lið Vals leikmaður nr. 27, Nína K. Björnsdóttir. Sá leikmað- ur er skráður í Hauka með gildan leikmannasamning til 30.06.2010 og getur ekki fengið leikheimild með Val fyrr en 07.01.2010. Að vel athuguðu máli er framkvæmdastjóra HSÍ ekki annað fært en að úrskurða Haukum 10-0 sigur í leiknum.” ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI „Við sýndum alveg hrikalega góðan karakter að klára þetta. Ég er rosalega ánægð- ur með stelpurnar að hafa snúið þessu við,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 26-24 sigur á Stjörnunni í stórskemmtilegum leik í gær. Fátt virtist benda til annars í fyrri hálfleik en Stjarn- an myndi vinna frekar þægilegan sigur. Garðabæjarstelpur voru 16- 12 yfir í hálfleik. „Margt var ekki að ganga upp hjá okkur í þessum leik og því er ég mjög ánægður með að hafa unnið hér tveggja marka sigur. Það sem breytti þessu var varn- arleikurinn í seinni hálfleik. Við breyttum um varnarleik og hugar- farið og sjálfstraustið varð miklu meira,“ sagði Einar. Stjarnan virtist vera með leik- inn í höndum sér í fyrri hálfleikn- um en Framliðið fór á kostum í seinni hálfleik. Mikil spenna var í lokin og hitinn í íþróttahúsinu við Strandgötu rauk upp. Staðan var 24-24 þegar skammt var eftir en síðustu tvö mörk leiksins komu frá Safamýrarliðinu. Einar var mjög líflegur á bekknum og lét mikið í sér heyra. „Þetta var frábær handboltadag- ur og flott að enda þetta á svona flottum leik milli tveggja liða sem hafa marga hildi háð. Ég held að áhorfendur hafi vel fyrir pening- inn sinn og rúmlega það,“ sagði Einar. Valskonur fá ekki að spila til úrslita í keppninni þrátt fyrir að hafa unnið 31-26 sigur á Haukum í hinum undanúrslitaleiknum í gær. Nína Kristín Björnsdóttir lék með Val þrátt fyrir að vera ekki komin með leikheimild. Hún er að skipta í Val úr Haukum en fær ekki leik- heimild fyrr en eftir áramót. Gaman að mæta Haukum „Það verður mjög gaman að mæta Haukaliðinu. Við mættum því í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og lögðum þær þar og líka í deild- inni í vetur. Þær koma dýrvitlaus- ar til þessa úrslitaleiks. Það er tit- ill í boði,“ sagði Einar. Gústaf Adolf Björnsson stýrði Stjörnuliðinu í gær þar sem Atli Hilmarsson er staddur erlendis. Elísabet Gunnarsdóttir, fyrirliði Stjörnuliðsins, var súr á svip eftir leikinn. „Ég bara hreinlega veit ekki hvað gerðist. Við vorum komnar í svo þægilega stöðu en svo hættum við að sækja af sama krafti. Það sem var inni í fyrri hálfleik var hætt að detta inn. Svo voru tækni- mistökin of mörg og það varð okkur að falli,“ sagði Elísabet. Hún vill ekki skrifa tapið á kæruleysi. „Við vissum vel hvað var undir svo ég get ekki skrif- að þetta á neitt kæruleysi. Fyrri og seinni hálfleikurinn var eins og svart og hvítt. Þegar það voru einhverjar þrjár mínútur eftir ná þær að skora úr einhverju frákasti sem ég skil ekki. Við áttum aldrei að missa þennan leik svona úr höndunum á okkur,“ sagði Elísa- bet Gunnarsdóttir. Stórleikur Hrafnhildar Hrafnhildur Skúladóttir átti stór- leik í fyrri leiknum sem Valsliðið vann 31-26 en hún skoraði 11 mörk í öllum regnbogaslitum í leiknum. Valsliðið vann sig inn í leikinn eftir slaka byrjun en eftir leikinn kom í ljós að Haukar höfðu kært þátttöku Nínu Kristínar Björns- dóttur og að Valsliðið fengi ekki að spila til úrslita í dag. elvargeir@frettabladid.is Frábær endurkoma Framkvenna Það verða Haukar og Fram sem mætast í úrslitaleik deildabikars kvenna. Haukakonur töpuðu fyrir Val í gær en Valsliðið var með ólöglegan leikmann. Allir voru löglegir þegar Fram vann Stjörnuna. GÓÐ HÁLFLEIKSRÆÐA Einar Jónsson náði að vekja sínar stelpur í hálfleik. Hér rekur hann þær áfram í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MARKAHÆST Guðrún Þóra Hálfdánar- dóttir skorar eitt af sjö mörkum sínum á móti Stjörnunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.