Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 12
4 SAMTlÐFN Veistu? 1. Hver orti þetta: Kyssti mig sól og sagði: Sérðu elíki, hvað ég skín? 2. Hv,er er talinn höfundur Egils sögu Skalla-Grímssonar? 3. Hvað er cancan? 4. Hvaða dýr þvær það, sem það leggur sér til munns? 5. Hvaða klaufdýr lifa villt á ís- landi ? Svörin eru á hls. 29. Svo var það stúlkan, sem var spurð, hvenær hún væri að hugsa um að giftast og svaraði: „Allt a f.“ Efni þessa heftis: Auðvitað fer okkur fram .........Bls. 3 Ástamál ......................... — 4 Dægurlagstextinn ................ — 5 Verðlaunaspurningarnar .......... — 6 Kvennaþættir Freyju ............. — 7 Þegar leikkonur eldast (saga) .... — 10 Nýjar erl. bækur ................ — 14 Þú átt beztu ár þín í vændum .... — 15 Islenzkunámskeið Samtíðarinnar . . — 16 Fingurinn, sem sveif í lausu lofti (kynjasaga) ................. — 17 Guðm. Arnlaugsson: Skákþáttur .. — 20 Vasabókarútgáfa Jónasarkvæða .... — 21 Sonja: Samtíðarhjónin ........... — 23 Árni M. Jónsson: Bridge .......... — 26 Um víða veröld .................. — 28 Þeir vitru sögðu, krossgáta o. m. fl. Forsíðumyndin er af ensku kvikmynda- leikkonunni GLYNIS JOHNS, er leikur í myndinni „Sverðið og rósin“, sem Gamla Bíó sýnir bráðlega. Tízkan er á okkar bandi. Landsins beztu og fjölbreyttustu prjónavörur. Sent gegn póstkröfa HLÍN, Skólavörðustíg 18. Sími 2779. yy Ástawnál VV Það er lífsstarf mitt sem listamað- ur að kynna mér svipmót fólks. Það hefur einnig orðið hlutskipti mitt að ganga úr skugga um, hvað að haki andlitinu býr, og ég hika ekki við að futlyrða, að án göfugs inn- rætis er ekki um sanna andlitsfeg- urð að ræða. — Sir WilUam Orpen. Ef við erum .þreytt af ást, hlökk- um við til frjálsræðisins, sem leysir olckur frá trúskapnum.— La Roche- foucauld. Konan sér djúpt, maðurinn sér langt. Heimurinn er lijarta manns- ins, hjartað er heimur konunnar. — Grabbe. Ef gift kona á erfitt með að halda velli í baráttunni við mann sinn, er það af því, að hann hefur allai aðrar konur með sér. — Chamfort. Sá, sem ekki finnur sérhverja breytingu á ástinni og verður þess ekki var, ef hún hverfur, skilur alls ekki eðli hennar. — Pierre Leroux. Taugakerfi karlmannsins slitnar vegna starfsemi heilans, en konunn- ar sakir starfsemi hjartans. Þess vegna eru konur jafn tilfinninga- 'næmar og raun er á. — Stendhal. ÞEIM FJÖLGAR daglega, sem lesa Sam- tíðina. Sendið okkur áskriftarbeiðnina á bls. 2, og þér fáið árlega 10 hefti fyrir að- eins 45 kr. og 1 eldri árgang í kaupbæti. GULLSMIÐIR Steinþór og Jóhannes, Laugavegi 30. Sími 82209. TRÚLOFUNARHRINGIR, 14 og 18 karata STEINHRINGIR, GULLMEN.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.