Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 9 að ég ætti að tala sem allra fyrst um við lækni, en ég kem mér ó- mögulega til þess. Finnst þér, að ég ætti að skrifa lækninum fyrst, segja honum frá þessu og hiðja hann svo um viðtal? Góða svaraðu mér fljótt, þvi að þetta þolir ekki langa hið. SVAR: Þú getur náttúrlega skrif- að lækni um vandamál þitt, en mér finnst það alger óþarfi. Læknar eru öllu vanir, og það er alveg ástæðu- laust að vera feimin við þá. Það, s,em við erum feimin við, er oft hversdagslegt í þeirra augum. Bless- uð farðu alveg óhikað til læknis, sem þú treystir, og .leitaðu ráða hans. — Þín Freyja. „Æ, minnstu ekki á þessa bölvaða skiptaráðendur, svo ég heyri!“ „Nú, lwað er að þeim?“ „Þeir voru svo andstyggilegir í sambandi við erfðaskrá mannsins míns sáluga, að stundum lái við, að ég óskaði þess bara, að hann hefði alls ekki dáið.“ Ef þig langar að vita, hvernig ein- lwer gömul kona er innrætt, skaltu bara spyrja mágkonu hennar. „Hvernig getur kona vanið mann- inn sinn af að hlæja að nýju hött- unum, sem hún kaupir?“ „Með því að sýna lionum reikn- ingana fyrst." Byggingarvörur og alls konar verk- færi er bezt að kaupa* hjá okkur. VERZLUNIN BRYNJA Laugaveg 29. Símar 4160 og 4128. Listin að eignast óvini BONNIERS-forlagið í Stokkhólmi liefur sent okkur nýja bók eftir Ber- til Schutt og fjallar um fáránlegt efni: Listina að eignast óvini! Menn eru nú öðru vanari af höfundum, sem gera sér títt um umgengnis- heimspeki og er þar skemmst að minnast bókar Dales Carnegies um það, hvernig afla skuli vina og áhrif höfð á fólk í jákvæða átt. Schiitt sallar hins vegar á lesandann 18 lexíum í fjandskaparrækt. Mjög nýstárleg hók og ekki laust við, að lirollur fari um mann, eftir að hú- ið er að teyga andrúmsloft sumra kaflanna. En allri alvöru fylgir nokkurt gaman, og auk þess mætti bók þessi vel verða til að brýna fyr- ir mönnum varfærni gagnvart vin- um og kunningjum, undirstrika hið sígilda: „Aðgát skal höfð i nærveru sálar.“ 144 bls., ób. 12.75 s. kr. Frambjóðandi: „Eg er algerlega sjálfmenntaður og hef komizt áfram af eigin rammleik; verið minnar eig- in gæfu smiður.“ Kjósandi: „Mikilli ábyrgð léttir það af skaparanum.“ Anatole France sagði: „Einu bæk- urnar, sem ég hef í bókasafninu mínu, eru þær, sem fólk hefur léð mér.“ Raflagnir. — Viðgerðir. Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. Raftækjavinnustofa Þorláks Jónssonar h.f. Grettisgötu 6. — Sími 4184.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.