Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 23
SAMTlÐIN
15
Qeorr S. Œol I
tnáon .
Sniltingarnir iigraót á ettinni
Þú átt beztu árin þín í vændum
Á HVAÐA ALDRI ættu karlar og
konur að setjast í helgan stein? Það
er að miklu leyti undir því komið,
hvaða verk fólk hefur unnið um dag-
ana.
Virkir andar virðast geta skapað
snilldarverk, hve gamlir sem þeir eru.
— Winston Churchill náði hátindi
starfsferils síns á gamals aldri. Hann
hafði verið í pólitísku öngþveiti um
nokkurra ára skeið, áður en hann
varð flotamálaráðherra, er heims-
styrjöldin síðari skall á. En í maí
vorið eftir varð hann forsætisráð-
herra hálfsjötugur.
Coi'nelius Vanderbilt, bandaríski
kaupsýsluhöldurinn, jók eignir sínar
um 20 millj. sterlingspunda á aldrin-
um 70—83 ára. 16 ára gamall byrj-
aði hann að flytja vörur og farþega
á seglbát milli Staten eyjar og New
York, en var orðinn 63 ára, er athygli
hans beindist að járnbrautum; þær
juku mest á auðæfi hans.
Goethe lauk merkasta snilldarverki
sínu, Faust, er hann var kominn yfir
áttrætt. Michelangelo var sjötugur,
þegar hann gerði hvolfþakið á St.
Péturskirkjuna í Róm. Fyrsta mál-
verk sitt, Dómsdag, hafði hann mál-
að aðeins 6 árum áður.
Annar maður, sem vann bezta verk
sitt á efri árum, var Verdi. Hann
samdi söngleikinn Othello 74 ára
gamall, og áttræður samdi hann Fal-
staff. Fimm árum seinna skóp hann
hin heimsfrægu verk sín: Ave Maria,
Stabat Mater og Te Deum. Verdi
samdi fyrstu sinfoníu sína, er flutt
hefur verið, aðeins 15 ára gamall.
Tennyson varð 83 ára og vann mik-
il afrek mestan hluta ævinnar. Marg-
ir sköpuðir andlegra stórvirkja hófu
ekki störf fyrir alvöru, fyrr en þeir
voru orðnir allt að því miðaldra, en
Tennyson hafði sent frá sér tvær
kvæðabækur, er hann var 23 ára.
Þegar hann andaðist, hafði hann ver-
ið lárviðarskáld í 42 ár.
Carlyle lauk ekki 5 binda riti sínu
um Friðrik mikla, fyrr en hann var
sextugur, og hann byrjaði á endur-
minningum sínum 71 árs gamall. En
seinustu 15 æviárin skrifaði hann
lítið.
Shakespeare var orðinn fertugur,
áður en hann skóp bezta verk sitt.
Voltaire var 64, þegar hann skrifaði
Birting (Candide). Jean Baptiste
Lamarck var 78 ára, þegar hann
samdi höfuðverk sitt náttúrufræði-
legs efnis.
Bernard Shaw skrifaði St. Jó-
hönnu, sem margir telja bezta verk
hans, þegar hann var 67 ára, og 6
árum seinna samdi hann annað önd-
vegisverk, The Apple Cart.
Lister var 64 ára, þegar honum
hugkvæmdist að stofna „Verndar-
lyfjastofnunina“, og þetta framtak
hans hafði þau áhrif á hann, að næstu
22 árin vann hann samfellt afbragðs-
starf.