Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 18
10 SAMTÍÐIN 216. SAGA SAMTIÐARINNAR Þegar leikkonur eldast FRÚ NINON DOLNAY, fræga franska óperettustjarnan, var að livíla sig í sænskum smábæ. Það var í sambandi við gestaleik liennar i Stokkhólmi. Hér naut bún hreins lofts og sólskins og snjóbreiðanna, eins langt og augað ejrgði. Frúin lá endilöng í dásamlegu rúminu sínu í gistihúsinu. Hún var allsnakin, því að hún var að fá morgunnuddið sitt. Gulleitt hörund hennar bar við hvítt lakið. Sænska nuddkonan var mjög harðhent, og öðru livoru gat frúin ekki að sér gert að liljóða af sársauka. Andlit hennar var liulið ösku- grárri griniu, svo að hún var alveg eins og egypzkur smyrlingur, en um hökuna voru umbúðir. Á höndun- um bafði hún langa, hvíta lérefts- hanzka, og undir þeim var þykkt lag af kremi. Iiendur nuddkonunnar runnu eft- ir hörundi liennar, Frúin stundi. Þessar sænsku nuddkönur voru al- veg liræðilegar. Þær tóku ekki tillit til n.eins. Það brakaði i fingerðum hnjánum á leikkonunni, læri hennar voru helaum, fótleggirnir heitir, og hún hafði verki í kviðnum. „Jæja þá,“ sagði nuddkonan, þeg- ar hún var loksins búin. Leikkonan dæsti. Hún gat engu orði upp komið. Hún lá bara graf- kyrr ofan á sænginni og' greip and- ann á lofti. Nú fór nuddkonan, og Marisa, franska lierbergisþernan frúarinnar, kom inn. Það var yndis- leg stúlka, hálfþrítug. „Ég er búin að tempra baðið, frú,“ sagði hún. Frúin kinkaði kolli með erfiðis- munum vegna grímunnar, en Marisa losaði hana varlega ásamt hökuum- búðunum og lcremugum hönzkun- um. Síðan stakk frúin háristuðum fótunum í ilskóna og flýtti sér fram í baðherbergið. Það var ekki fyrr en hún var lögzl i ilmandi baðið, að benni fannst liún aftur vera orðin manneskja. HÚN LÁ LENGI í baðinu og naut þess. Þegar hún kom aftur inn í herbergi sitt, sveipuð mjúkri bað- lcápu, staðnæmdist hún fyrir fram- an stóran spegilinn á veggnum og lét baðkápuna falla á gólfið. Hún borfði með gagnrýni á nakta feg- urð sína. A líkama hennar voru eng- in sýnileg lýti. Alls engin. Brjóstin voru jafnstinn og þau höfðu ávallt verið, stinn, mjúk og rauðtyppt. Hún ldó, þegar henni varð hugsað til þess, að amerískur milljónari, Hord- on að nafni, hafði einu sinni líkt þeim við tvö granatepli. Hún strauk þau með höndunum. Enginn gat séð, að fegurð þeirra var dr. Martin, fegrunar-skðrðlækninum, algerlega að þakka. Hann liafði lvft þeim, án þess að nokkur leið væri að sjá það.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.