Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 22
14 SAMTÍÐIN anddyrið. Dyravörðurinn ungi bros- ir til hennar. „í kvöld,“ hvíslar hann. Hún kinkar kolli. „í kvöld,“ segir hún og hraðar sér burt. ♦ ÞAÐ ER SAGT ♦ að friðleikur, seni gerir stúlku ekki stæriláta, geri hana yndislega. ♦ , að sumt fólk missi samtalsgáfuna án þess að það missi málið. ♦ að munurinn á konungi og forseta sé sá, að konungurinn sé sonur föður síns, en forsetinn ekki. ♦ að margur maðurinn sé bölsýnn vegna skattanna, sem þeir bjart- sýnu leggja á hann. ♦ að ef konur þekktu sjálfar sig eins v.el og þær þekkja karlmennina og karlmennirnir þekktu kon- urnar eins vel og sjálfa sig, mundi heimurinn vera næsta svipaður því og liann er. „Þessi vegur er lífshættulegur. Það ætti að setja hér upp viðvörun- arskilti.“ „Við gerðum það íuí, en af þvi enginn tók tillit til þess, tókum við það niður.“ Freyju-vörur mæla með sér sjálfar. Veljið það bezta. FREYJA H.F., sælgætis- og efnagerð Lindargötu 12. Símar 4014 og 2710. Výjar erleHttar bœkut GYLDENDAL í Ivhöfn hefur sent okkur þessar bækur: Kristoffer Nyrop: Fransk verslære i omrids. Þessi handhæga, franska bragfræði kom fyrst út 1910, 2. útg. 1929 og hér er, löngu eftir lát höf- undar, komin 3. útg. í umsjá Hans Sþrensens, sem hefur aukið bókina með tilliti til þeirrar þróunar, er orðið hefur í frönskum kveðskap síðustu 25 árin. Þetta er mjög að- gengileg handbók þeim, er vilja kynnast byggingu franskra kvæða. 117 bls., ób. d. kr. 9.50. Patrick Dennis: Tante Mamie. Indiskrete erindringer om en virke- lig dame. Þessi bráðskemmtilega bók, sem 12 bandarískir útgefendur fengust ekki til að gefa út, hefur orðið metsölubók fyrir v,estan. „Mamie frænka“ á vinsældir sínar því að þakka, að hún er voldugur samnefnari fvrir allt hið barnslega, einlæga og góðlátlega hugarfar Bandaríkjafólksins, mótað af hraða og háreysti tækniþróunarinnar. Fólk hefur fundið sjálft sig í lýs- ingum Patricks Dennis, (dulnefni), sem Englendingar jafna við Wode- house. Og nú á auðvitað að kvik- mynda frásögn hans. J. A. Hansen hefur þýtt bókina á dönsku. 261 bls., ób. d. kr. 16.75, íb. 21.75. Segið öðrum frá SAMTlÐINNI. Radartæki, Asdictæki, Dýptarmælar, Dýpt- armælapappír, Segulbandstæki, Segul- bönd, Kvikmyndavélar, Útvarpsviðgerðir. FRIÐRIIÍ A. JÓNSSON Sími 4135. Garðastræti 11. Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.