Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 20
12
SAMTlÐTN
ið milli linanna hjá þeim, að þeir
ráðlögðu henni eindregið að fara nú
að draga sig í hlé.
Hún fer í hvítar skíðabuxurnar.
Hún er þreytt. Hún var of lengi á
fótum í gærkveldi. Það er orðið var-
hugavert fvrir hana að vera of lengi
á fótum á kvöldin. Það sést strax á
augunum. Þreytumerkin sjást þar
enn, þrátt fvrir fegrunaraðgerðirn-
ar. Hún gengur að glugganum og
opnar hann, skyggnist yfir fjalllend-
ið, lyftir handleggjunum upp vfir
höfuðið og sogar að sér frískt loftið.
Skrítinn lieimur, hugsar hún,
kaldur og miskunnarlaus — alveg
eins og fólkið hér norður frá. Hún
þenur út hrjóstið, svo að hrjóstin
sjást undiy stormjakkanum. Hún
sér mann þjóta framhjá á skíðurn
þarna niður frá. Andardrátturinn
stendur eins og reykjarstroka út úr
vitum lians. Þetta er ungur, hraust-
legur og þjálfaður máður. Hún lok-
ar augunm.
Henni verður hugsað til allra sinna
mörgu hjónahanda, allra elskhug-
anna, allra aðdáendanna. Hvað er
nú orðið af þeim? Þeir eru langt
burtu úti i víðri veröld með ungar
konur sér við hlið, ungar fagrar
konur, eins og hún hefur sjálf verið.
Hún fer niður, spennir á sig skíð-
in og þýtur af stað. Frískt loftið
liressii' hana. Það hleypir roða í
kinnar henni, fyllir lungun. Hún
rennir sér lengra og lengra. Snjór-
inn sindrar kringum hana eins og
ótölulegar þúsundir demanta.
Þegar liún er komin upp á liáa
hæð, nemur hún staðar og horfir yf-
ir landið. Blóðið streymir hraðar i
æðum hennar. Henni ,er funheitt.
Svo kippir hún af sér skíðunum og
fleygir sér endilangri i snjóinn. Hún
liggur á hakið, teygir úr handleggj-
unum og starir upp í heiðbláan him-
ininn. Svo fer hún að gráta, grúfir
sig niður og grætur, meðan fingurn-
ir kreista snjóinn krampakenndum
tökum.
Allt í einu heyrir hún rödd við
hlið sér. Hún opnar augun. Þar
stendur maður á gráum skíðaföt-
um. Andlit hans er sólhrúnt. Mjall-
hvítar tennur lians ljóma eins og
perlur milli varanna. Hann horfir
á hana bláum augum og segir eitt-
livað á máli, sem hún skilur alls
ekki.
,,Parlez-vous francais?“ spyr hún.
Hann hlær.
„Oui,“ segir liann og fer að tala
móðurmál hennar með skemmti-
legum hreim, sem gerir það enn þá
meira hrífandi.
„Er frúin veik?“ spyr liann.
Hún kinkar kolli. Hún er veik,
ekki líkamlega, hugsar hún, en á
sálinni.
Hann lýtur niður að henni til að
lijálpa henni á fætur. Hún finnur
tóhaksþef og ferskt loft streyma til
sín. Það er snjóilmur kringum liann,
hugsar hún, enda þótt liún viti ekki,
hvort nokkur lykt sé af snjó.
Hann tekur hana í faðm sér. Hún
finnur, að armar lians eru ungir og
þróttmiklir. Andlit þeirra nálgast
mjög. Andardrættir þeirra verða að
einni gufu, sem hverfur út í tært
loftið.
Hún dregur andann djúpt. Svo
vefur hún handleggjunum fast um