Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 11 Það liafði verið örðug aðgerð, en hún liafði tekizt framar öllum von- um. Leikkonan strauk fagurt mittið og niður mjaðmirnar. í tíu ár hafði hún aldrei horðað sig sadda til þess að varðveita þessar línur, og samt höfðu safnazt hér á hana smávegis hold liér og hvar. En fjörutiu ár ,eru líka fjörutíu ár. Framhjá því varð ekki komizt. Aldur sinn gat enginn maður umflúið, jafnvel ekki frú Dolnav. Hún rannsakaði fæturna, þessa al- fullkomnu fætur. Heill lieimur hafði vegsamað þá. Þessir fætur höfðu byrjað í listdansinum í Ca- sino de Paris, en náð sannri full- komnun, sem yfirgnæfði þær Mist- inguette og Jósefínu Baker. Þeir voru svo sem fullkomnir enn þá, þó að stöku fingerðar, bláar æðar væru farnar að gægjast fram og vöðvarn- ir á kálfunum væru farnir litið eitt að stirðna. Hún liló með sjálfri sér að tilliugs- uninni um það, að hr. Barrington liafði borgað fimm þúsund dollara fyrir það eitt að kyssa á hnéð á benni á Grillon i París. Hún snéri sér við og virti fyrir sér línurnar i bakinu, sem voru eins og þær höfðu alltaf verið. Bakið var al- fullkomið, þó að bún væri orðin fertug. Ef til vill örlítið horaðra en áður, en það var mataræðinu að kenna. Fyrsti maður bennar hafði orðið ástfanginn í bakinu á henni. Karlmenn eru skrítnir fuglar! Hún sveipaði að sér baðkápunni og settist fyrir framan spegilinn. Andlitið nam alveg við spegilinn. Fallegt andlit, umkringt ljósu hári, stór, grá augu, rauður munnur. Alls ekki fertugt andlit. Það sást varla lirukka kringum augun. Hún liafði gert allt, sem i hennar valdi stóð, til að losna við hrukkurnar, en samt hafði henni ekki alveg tekizt það. Andlitsgríman var alveg prýðileg — dásamleg uppfynding. Hún gaf and- liti hennar nýtt lif. Hún brosli við sjálfri sér. Þegar bún Iiafði verið gift Godét, hafði hún verið rauðhærð. Claude hafði verið svo hrifinn af rauðu hári. Mik- ið hafði Claude verið skemmtilega barnalegur. Annar maður hennar, Meyrick Capell, hafði v,erið hyggn- ari og tortrjrggnari. Hann hafði orð- ið fokvondur, daginn sem hann kom að henni í faðminum á unga BroWn, sem hafði svarið, að hann ætlaði að skjóta sig, ef hann fengi ekki að kyssa hana beint á munninn. Það er enginn hægðarleikur að'átta sig á þessum karlmönnum. FRÚIN ANDVARPAÐI, þegar hún gekk frá speglinum og fór að búa sig á skíði. Hún var lengi að því. Það er tímafrekara að klæða sig, þegar maður er orðinn fertugur en þegar maður er að.eins tuttugu og finnn ára. En nú vandar liún sig lika betur. Hún veit, að hún má til. Karlmennirnir eru ekki lengur eins stimamjúkir við hana og áður. Sein- asta sýning hennar hafði farið í hundana. (íagnrýnendurnir höfðu að vísu verið elskulega umburðar- lvndir i hennar garð, en hún gat les-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.