Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.12.1956, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN 25 Svala: Um hábjartan daginn! I bílum ? Rrummi (kinkar kolli): Sumir nota kvöldin. Hringja i konuna og segjast þurfa að fara á fund. Svo bregða þeir sér upp i Mosfellssveit eða suður fyrir Hafnarfjörð i sín- um lúxusbíl og .... ja, það er víst óþarfi að segja meira. Verst er bara, þegar þeir stöðva bílinn á miðjum veginum án þess að slökkva á ljós- unum og það þarf að ræsa þá úr aftursætinu til þess að fá þá til að færa bílinn. Svala: Þetta er nú lygi. Krummi: Þetta er satt, þvi ég þekki mann, aem mætti einum slík- um bíl. Og svo við tökum þetta mál út af dagskrá, þá get ég líka sagt þér það, að þeir, sem mest slá um sig og „splæsa“ á frúrnar og vin- konurnar, þeir eru stundum svo aumir, að þeir eiga ekki túskilding í vasanum. Svala: Og hvað svo? Krummi: Sagan endar vanalega þannig, að r.eikningarnir eru sendir rannsóknarlögreglunni til inn- lieimtu. Þetta eru sko fínu menn- irnir, sem kunna að haga sér og ganga í augun á ykkur kvenfólkinu. Svona labbakútar eins og ég eiga víst ekki upp á háborðið bjá ykkur — menn, sem vilja reyna að v,era heiðarlegir og standa við loforð sin. Svala (er nú tekin að klökkna): Elsku Krummi minn, fyrirgefðu. Þú Beztu tækifærisgjafirnar fást hjá Úra- og skartgripaverzlun Magnúsar Ásmundssonar, Ingólfsstr. 3, Sími 7884, Laugaveg 66. Húsmæður Hafið það jafnan hugfast, að beztu brauðin og kök- urnar kaupið þér hjá Alþýðubrauðgerðinni h.f. Reykjavík, sími 1606. Hafnarfirði, sími 9253. Keflavík, sími 17. Akranesi, sími 4. íslendingar: M U N I Ð Y Ð A R E I G I N S K I P Jeríiizt me S/e Dt&Í me t/e Skipaútgerð ríkisins

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.