Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN Veistu? 1. Hver orti þetta: Allt, sem mest ég unni’ og ann, er í þínum faðmi bundið.? 2. Hvar er Djöflaeyjan? 3. Hver er höfundur prentlistarinn- ar? 4. Hvar er eldfjallið Fusijama? 5. Hver fann upp sprengiefnið dyna- mit? Svörin eru á bls. 29. li/n i pessa heftis: Sig. Skúlason: Flugfélag íslands á tímamótum ..................... Bls. 3 Dægurlagatextar .................— 4 Ástamál ......................... — 5 Verðlaunaspurningarnar ..........— 6 Kvennaþættir Freyju .............— 7 Ástarsagan ......................— 10 Draumaráðningar ................. — 14 Samtal við ungan listmálara ..... — 15 íslenzkunámskeið Samtíðarinnar . . — 17 Afmælisspádómar fyrir júní ...... — 18 Sonja: Samtíðarhjónin ........... — 19 Árbók skálda 56.................. — 23 Guðm. Arnlaugssoij: Skákþáttur .. — 25 Árni M. Jónsson: Bridge.......... — 27 Forsíðumynd: LANA TURNER og RI- CARDO MONTALBAN í MGM-söngva- og dansmyndinni „LATIN LOVERS“, sem Gamla Bíó mun sýna á næstunni. ()jt)œcýMrla<ýatextar VIÐ BIRTUM vegna fjölda áskorana eftirfarandi texta: Kom nótt Ingibjörg Smith syngur á HMV-plötu, JOR234. Kom nótt, kom nótt, vefðu hjúp þínum hljótt um hiíðar og döggvaða grund. Við hjartastað þinn býr, húmþögla nótt, mín hamingja' og óskastund. Ég ann þér, ég ann þér. Er húinar, ég held á þinn fund. Hver dagur verður mér döpur bið, en draumarnir rætast þá stund, er göngum við ein saman hlið við hlið um hlíðar og döggvaða grund. Ég ann þér, ég ann þér. Er húmar, ég held á þinn fund. Við siglum (sjómannavals) eftir Ivristján frá Djúpalæk. Lag eftir Ágúst Pétursson. Sungið af Alfreð Clau- sen á HSH-plötu nr. 26a. Mann þyrstir til sjós, hann er saltur, því súpum vér fastar á, þá sjaldan að inn er siglt. Skál fyrir skálinni, bræður. :,: Á hafinu sæguðinn hart oss agar. í höfn bíða gleðinnar þráðu dagar, og hér er það hún, sem ræður. :,: „Maftur ier nú ekki ungur nema einu sinni. Þegar maSur eldist, verS- ur maSur aS afsaka sig meö einhverju öSru en óvitaskapnum.“ Vér minntumst við djúpsins dætur, en dreymir um hlýrri vör, þá loksins vér höldum í höfn. Skál fyrir vífunum, vinir. :,: Vér ást vora spörum til einnar nætur. Tízkan er á okkur bandi Landsins beztu og fjölbreyttustu prjónavörur. Sent gegn póstkröfu. HLÍN, Skólavörðustíg 18. Sími 2779. Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes, Laugavegi 30. Sími 82209. Trúlofunarhringir, 14 og 18 karata Steinhringar, gullmen.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.