Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 24
20
SAMTÍÐIN
nú. — Og blessaðar segið þið eitt-
hvað í fréttum.
Frú A: Góða mín, hvað viltu heyra.
Frú B: Segðu lienni frá „kokkteil-
partíinu“, sem þú varst í um daginn.
Frú A: Það byrjaði klukkan fimm
og stóð til fimm!
Svala: Ha. Þetta hefur aldeilis ver-
ið veizla!
Frú A: Það fer nú eftir því, hvern-
ig á það er litið. — Karlarnir runnu
á lyktina, skilurðu. — Maður fékk
ekkert að éta, bara einhverjar smá
tíkar „kokkteilsnittur“, sem enginn
matur var í. — En nóg að drekka.
Svala: Og þið hafið auðvitað pass-
að karlana ykkar —?
Frú C (grípur fram í fyrir henni):
Þeir segja, að það sé vissara að hafa
gát á kvenfólkinu.
Svala: Nú?
Frú C: Þú manst eftir vonda veðr-
inu í vetur?
Svala: Skyldi maður rnuna það.
Frú C: Þá hringdi einn eiginmaður
heim til konu sinnar og sagðist ekki
komast heim fyrir veðri. — Þau
bjuggu í einu úthverfanna, skilurðu.
Þá gerði frúin sér litið fyrir og
skemmti sér á meðan — heldur bet-
ur. Einn tók liún alveg „fatt“.
Svala: Og hvað svo?
Frú C: Hvað svo! — Svo stytti
upp og gerði þetta fína veður allt í
einu, — og það eyðilagði allt saman.
Karlinn kom heim, þegar frúin átti
hans sízt von — og —
OMEGA-úrin
heimsfrægu eru enn í gangi frá síðustu
öld. — OMEGA fást hjá
Garðari Ólafssyni úrsmið, Lækjartorgi.
Þeim fjölgar óðfluga,
sem nota þessa handsápu.
Bólstruð
húsgögn
Svefnsóffar
Armstólar
Dagstofuhúsgögn
Sendum gegn póstkröfu um land
allt.
Húsgagnabólstrun
ÁSGRÍMS P. LÚÐVÍKSSONAR
Bergstaðastræti 2. — Reykjavík.
Sími 6807.