Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 alveg bilaður, borgar t. d. aldrei reikninga! Ef ég finn að þessu við liann, verður hann bara reiður. Verst er, að liann skrökvar að mér elcki síður en öðrum. Ég get engu treyst, nema þegar hann vefur mig örmum. Þá gleymi ég öllu. Hvað á ég að gera? •— Óhamingjusöm. SVAR; Þú verður að reyna að liafa siðbætandi áhrif á manninn þinn. Að öðru leyti skaltu ekki taka hann of hátíðlega. Hann þolir áreiðanlega eklci gagnrýni á þessu stigi málsins, ekki nema í smáskömmtum að minnsta kosti. Ást þín er enn heit. Farðu því að öllu með gát. Láttu mig vita, ef þetta lagast ekki. — Þín Freyja. Kjörréttur mánaðarins TÓMAT RÉTTUR. Endar eru skornir af 8 stórum tómötum og þeir síðan holaðir innan. Svo eru þeir fylltir af hökkuðu kálfskjöti blönduðu 50 g af smjöri, 1 eggi, svo- litlu af lauk (lielzt hvitlauk), 100 g svínsfleski eða öðru reyktu kjöti og 3 msk af raspi. Allt þetta er hakk- að saman við hakkaða kálfskjötið. Þegar tómatarnir hafa verið fylltir ineð þessu og endarnir settir á þá aftur, eru þeir settir i heitan ofn og látnir vera þar 20 min. Síðan er saf- inn, sem tekirin var innan úr tómöt- unum, jafnaður, suða látin koma upp á honum og liann notaður sem sósa út á réttinn. Gott er að borða salat með þessu og soðin lirísgrjón. Húfugerð. Herraverzlun. P. EYFELD Ingólfsstræti 2, Reykjavík Sími 5098. PERUTERTA með osti og engifer. Rotn: 3 dl rifið rúgbrauð, kúfuð msk. af sykri, 3 msk. smjör, þó tsk. engifer. Allt þetta er sett á pönnu og steikt í nokkrar mínútur. Siðan er það sett á diskinn, sem það er borið fram á. Þar er því þj appað saman og mynduð brún. Svo er það látið kólna og má þá taka dálítið af því til að skreyta með. — Kremið: 2 eggjarauður, 80 g sykur, 1 dl mjólk (helzt rjómi) er þeytt saman í skál á sjóðandi vatni, þar til kremið er farið að þykkna. Þá eru 3 blöð af matarlími leyst upp í ávaxtasafa og látin út í kremið. Þegar þetta er orðið kalt, er settur í það 1 dl af rifnum osti, 4—5 perur (eða aðrir ávextir) brytjaðir út í, og látnar i það 2 stífþeyttar eggjahvítur. Þegar það er orðið stíft, er það látið á brauðbotninn og skreytt með rúg- brauðinu, sem tekið var frá, og ávöxt- um. FRÆGIR ORÐSKVIÐIR Þú verður að vaxa upp á eigin spýtur, hve stórir sem forfeður þínir voru. Tómur poki getur ekki staðið einn. Margir keppinautar eru fúsir til að segja þér til vegar, þegar þú kemst ekki orðið lengra. Það er tími til að segja ekki neitt, tími til að segja dálítið, en enginn tími til að segja allt. ÞÚSUNDIR kvenna lesa kvennaþætti Samtíðarinnar með vaxandi athygli. — Sendið okkur áskriftarpöntunina neðst á bls. 2 strax í dag, og við póstsendum yður blaðið tafarlaust ásamt 1 eldri ár- gangi í kaupbæti.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.