Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRL zzzzzzzzzzzzzzzzz:~: SÖGÐU: RAGNAR ÁSGEIRSSON: „Gösmlu kirkjugörðunum eigum við að sýna sóma með því að gera þá að blóm- skrýddum trjálundum til fegurðar- auka fyril- kirkjustaðina, fyrir sveit- irnar og til ánægju fyrir íbúana — í virðingarskyni við hinar horfnu kynslóðir .... Það er ekki einungis það, að gera mætti gömlu kirkju- garðana að skógarlundum, þanni^ að þeir yrðu sveitarprýði, en ekki sveit- arskömm. Ef þessi leið yrði farin víða um landið, gætu þessir reitir líka orðið lærdómsríkir fyrir þá, sem við skógrækt fást, nokkurs konar til- raunareitir, sem draga mætti álykt- anir af um þroska ýmissa tegunda í hverjum landshluta. Fegurra yrði að líta heim til sumra kirkjustaðanna en nú er, ef þessi leið yrði farin og tækist vel“. DAN BENNETT: „Það er ekki nóg að vita, hverju menn eiga að svara; þeir verða einnig að kunna að láta svörin fjúka. Uppskriftirnar baka ekki kökurnar“. WALTER SULLIVAN: „Gleðin er ekki hvísl í myrkrinu, heldur söngur í dögun“. JOHN 0. HOBBES: „Það kann að vera, að konan hafi gert okkur ræka úr aldingarðinum Eden, en til upp- bótar hefur hún gert jörðina unaðs- lega“. ELSA MAXWELL: „Það er hættu- íaust að nærast á smjaðri; maður fitnar ekki af því“. NYJAR BÆKUR Matthías Jochumsson: Ljóðmæli. Fyrri hluti. Frumort ljóð. 743 bls., íb. kr. 235.00. Zacharías Topelius: Sögur herlæknisins II. bindi. Önnur útgáfa. Frá dögum Karls XII. Frá dögum Úlriku Elenóru og Friðriks af Hessen. Matthías Joch- umsson þýddi. Snorri Hjartarson bjó til prentunar. 590 bls., ib. kr. 175.00. Maríus Ólafsson: Draumar. Ljóð. 61 bls., íb. kr. 50.00. llna Jónsdóttir: Blandaðir ávextir. Sögur og ljóð. 176 bls., ób. kr. 50.00. Björn Bragi: Hófatak. Ljóð. 32 bls., ób. kr. 15.00, íslenzkir pennar. Sýnisbók íslenzkra smá- sagna á tuttugustu öld. Sögurnar eru 25 að tölu eftir jafnmarga höfunda. 287 bls., ib. kr. 155.00. Bjarni M. Gíslason: Gullnar töflur. Skáld- saga. Guðnnindur Gislason Hagalin þýddi. 399 bls., ib. kr. 135.00. Eggert Ó. Brím: Sæunn og Sighvatur. Skáldsaga. 244 bls., íb. kr. 125.00. Guðrún frá Lundi: Römm er sú taug. Framhald skáldsögunnar, I>ar sem brim- aldan brotnar. 352 bls., ób. kr. 95.00, ib. 120.00. Halldór Stefánsson: Sextán sögur. Safn af smásögum. Valið hefur Ólafur Jóh. Sigurðsson. 240 bls., ób. kr. 65.00, ib. 85.00. Svavar Gests: Vangadans: Smásögur. 120 bls., ób. kr. 65.00, íb. 80.00. Dagbjört Dagsdóttir: Ásdís í Vík. Skáld- saga. 215 bls., íb. kr. 75.00. Jón Dan: Þytur um nótt. Tíu smásögur. 160 bls., óh. kr. 60.00, íþ. 75.00. Geir Kristjánsson: Stofnunin. Ellefu smá- sögur, 120 bls., ób. kr. 60.00, íb. 72.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. — Sendum gegn póstkröfu um land allt. — BÓKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8, Reykjavík. Sími 4527.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.