Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN með nýju auglýsingunum mínum um fjörefnasamböndin: Hoppið hátt! Loksins liugkvæmdist mér það.“ Var maðurinn með öllum mjalla? yjýr óólafáttur uecjna fjötcta áitoranu Draumaráðningar 4 DAUÐI. Það er ekki fyrir dauða, ef þig dreymir, að þú sért að deyja, heldur fyrir langlífi og auð- legð. Hins vegar boðar það ástvina- missi, ef þig dreymir, að dáinn maður sé að dejrja. + STRlÐ. Það er fyrir erjum og illindum eða jafnvel liættum að dreyma stríð. + PENINGAR. Það veit ekki á auðlegð að dreyma gull-, silfur- eða koparpeninga. Það síðastnefnda get- ur verið fvrir peningatapi, en gull getur verið fyrir dauða og silfur fyrir veikindum. Hins vegar eru peninga- seðlar fyrir því, að þú auðgast. + VATN. Það er fyrir veikindum, ef þú ert að vaða vatn í draumi. Ef þig dreymir, að þú farir á kaf, er við húið, að um feigð sé að ræða. + RÆKUR. Það veit á gott að dreyma þær. Ef þig dreymir, að þú eigir margar bækur, mun rætast vel úr fyrir þér. Það bezta við framtíðina er, að ekki kemur nema einn dagur í einu. MUIMIÐ Nora Magasín ♦ SANNAÐU TIL ♦ að það er ekki síður nauðsynlegt að safna góðum hugsunum en pen- ingum til elliáranna. ★ að fáir menn, sem eru orðnir 35 ára, eiga meira en 17.000.000 mínút- ur ólifaðar. að stórfréttir eru það eina, sem kem- ur sumu fólki til að segja: Guð minn góður! ★ að ímyndunaraflið lieldur stundum vöku fyrir eiginkonunni, þegar maðurinn hennar er úti á nótt- unni. ★ að samvizkan kemur eiginmannin- um stundum lil að segja konunni sinn að fyrra bragði ýmislegt, sem hún hélt, að erfitt yrði að komast að. UNGUR MAÐUR fór til gamals auðmanns til að fræðast um, hvernig hann hefði auðgazt. . „Það er nú löng saga að segja frá þvi“, svaraði karlinn, „og meðan ég er að segja þér hana, lield ég bara við getum sparað rafmagnið og slökkt ljósið“. „Þér þurfið ekki að segja meira; nú skil ég“, anzaði pilturinn. Húsgagnasmíöastofan Laugaveg 34B selur ávallt góð og ódýr húsgögn. Tekur einnig gömul húsgögn til viðgerðar. — Fljót og góð afgreiðsla. Sími 81461.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.