Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.06.1957, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN ust af. Þess vegna gerði hún áhlaup á hann. Hún yrði að fá að vita, að þarna skjátlaðist henni hrapallega. En hvernig ? Segðu við konu: Þessi mað- ur getur aldrei gert yður hamingja- sama. Hún mun skellihlæja beint upp í opið geðið á þér — og elska hann helmingi meira fyrir bragðið. Hlutleysi Torfa og aðgerðarleysi var þyngst á metunum.Ekkert magn- ar ástina víst eins mikið og það! Við drukkum kokkteilana oklcar og reyndum að stramma okkur upp, en komumst einhvern veginn ekki í takt hvert við annað. Torfi talaði við Kristínu um lífið og ástina — á dul- máli — og við mig talaði liún um kostina og gallana í þvi að vera á baðstað. Loks stóð Torfi upp og bauð góða nótt. Hann sagðist vera þreytt- ur, og hann var líka þreytulegur á svipinn, og það var eins og honum stæði á sama um allt og alla. Ég bauð Kristínu í bílferð. Hún sat við hlið mér . . . svo nálægt mér, að ég fann ilminn af henni og skynjaði návist mjúks, heits líkama hennar. Um varir liennar lék dauft, angur- blítt hros. Sennilega var hún að liugsa um Torfa. Ég trúði lienni fyrir því, að ég væri alveg bálskotinn í henni og hefði ver- ið það, frá því ég sá hana fyrst. Það birti yfir henni á fjarrænan liátt. Þeg- ar ég kyssti liana, lokaði hún augun- um og hugsaði um Torfa, þennan blessaðan Torfa, sem ómögulegt var að koma til, óskemmtilegheitin upp- máluð! Og kossinn — það var eins og maður væri að sjúga íspinna! ... DAGINN EFTIR var það Torfi, sem kom inn til mín og vakti mig. Hann var í miklu hetra skapi en dag- inn áður. Hann kveikti sér i sigarettu og settist á rúmstokkinn hjá mér. „Ég fékk heimsókn í nótt,“ sagði liann hlæjandi. Ég spratt upp i rúminu. „Og liver lieimsótti þig?“ „Ósköp spyrðu asnalega, maður! Kristín auðvitað. Hún var að hiðja mig um eld! Anzi skemmtilega að orði komizt, finnst þér það ekki?“ „Jæja.“ „Hún var í hvítri baðkápu,“ liélt Torfi áfram, eins og ekkert væri um að vera, „heltislausri . .. með hvítt sokkabandabelti. Hún notar ekki — hm — brjóstaliöld — þarf þess ekki . ..“ „Einmitt?“ „Lakkið á tánum á henni var ljóm- andi fallegt á litinn,“ sagði Torfi, „alveg purpurarautt. Það var nú svo sem auðséð.“ „Og hvað gerðist svo, maður? Ut með það!“ stundi ég loksins upp, og augu mín skutu gneistum. Torfi saug sígarettuna. Ég gaf henni eld, í sígarettuna að segja. Hún sat röskan klukkutíma á rúmstokkn- um lijá mér. Við skemmtum okkur satt að segja prýðilega. Hún er sýn- ingardama lijá tízkuhúsi. Ég þekki forstjórann fyrir því. Það er ágætis maður að vinna fyrir ... En þrátt fyrir allt ráðlagði ég henni að fara heldur til Parísar . . . Þar mundi hún geta komizt langt . . . Ég sagði henni << Eg treysti mér ekki til að hlusta

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.