Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 8
4
SAMTÍÐIN
iðið og áhyg:gjurnar vaxi húsmæðrum
okkar yfir höfuð, svo að þær missi lieils-
una af þeim sökum? Eru þær ekki sú
stétt þjóðfélagsins, sem að ýmsu leyti
mæðir mest á? Aukin vellíðan þeirra
myndi gerbreyta þjóðfélagi okkar. Viku-
legur frídagur er ekkert sérmál danskra
húsmæðra. Húsfreyjur okkar þarfnast
hans engu síður. Við eigiun að taka hann
upp hér á landi.
. Hundrað ára gamall Jcarl var spurð-
ur af blaðamanni, hvað hann mundi
gera, ef hann ætti að byrja ævina
á ný.
„Ætli ég mundi ekki bara skipta
í miðjunni,“ svaraði öldungurinn.
Eini Jeessa heíiis:
Sig. Skúlason: Vikulegur frídagur er
húsnueðrum nauðsyn ...........Bls. 3
Ing. Davíðsson: Skáldið í kotinu — 4
Dægurlagstexti ..................— 5
Kvennaþættir Freyju .............— 6
Draumaráðningar .................— 9
Hvað er ég að segja? (saga) .....— 10
Eyj. Konráð Jónson: Almenna Bóka-
félagið boðar athygliverða nýjung — 14
Rögnv. Erlingsson: Líftaugin (saga) — 15
Vefarinn mikli (bókarfregn) .... — 18
Bréfaskóli Samtíðarinnar ........— 20
Afmæiisspádómar fyrir apríl .... — 22
Guðm. Arnlaugsson: Skákþá'-tur .. — 24
Árni M. Jónsson: Bridge .........— 26
Verðlaunaspurningarnar .......... — 28
Þeir vitru sögðu. — Krossgáta o. m. fl.
Forsíðumynd: GRETA GARBO og RO-
BERT TAYLOR í „Kamelíufrúnni", hinni
heimsfrægu, sígildu MGM-kvikmynd, sem
Gamla Bíó sýnir á næstunni.
Tízkan er á okkar bandi.
Landsins beztu og fjölbreyttustu
prjónavörur. Sent gegn póstkröfu.
HLÍN, Skólavörðustíg 18. Sími 12779.
J/nyálfíU' fJJ auLOóion;
SkáEdið í kotimi
i.
Við Eyjafjörð ég átti fyrstu sporin,
í Eyjafirði fegurst grær á vorin.
Á Eyjafirði orti fyrsta stefið,
við Eyjafjörðinn var mér lífið gefið.
Hörðu taki lireif mig timans straumur,
horfinn margur Ijúfur æskudraumur.
Ennþá falla vötn til Eyjafjarðar,
þótt örlög hrektu í kotið Skagafjarðar.
n.
Hjálmar forðum bjó í Bólu.
Býlið liorfir móti sólu,
byggt úr torfi, burstin engin,
bærinn hálft í jörðu genginn.
Sýnist harla sumarfagurt,
samt er landið grýtt og magurt.
Þröngt í búi, þrotlaust stritað.
Þó var bæði ort og ritað.
Hart var riðið götur greiðar,
gott að liafa tvo til reiðar.
Skyldi Hjálmar liggja í leti,
luma á fornu sauðaketi?
Hestur fót við steini steytti,
strákur datt og úr sér lireytti:
Þungt á liggur Hjálmars hugur,
honum seint mun förlast dugur.
Hjálmar Iék á sterka strengi,
stökur beiskar geymast lengi.
Gaf oss líka liörpuhljóma
hlýja, sem að fagurt óma.
Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes,
Laugavegi 30. Sími 19209.
Trúlofunarhringir, 14 og 18 karata
Steinhringar, gullmen.