Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN ig hún tók málstað skepnunnar hans Quaile, mundirðu hafa komizt að raun um, livern afbragðs mann hún liafði að geyma. Þannig er ekki nema ein stúlka af milljón, ef hún er þá bara til í heiminum. Og ekkert skil ég í, livað dró hana að þessum lahba- kút, það segi ég alveg satt. En hún ánetjaðist honum nú þrátt fyrir — þrátt fyrri allt, og svo giftist hún honum. Nei, vinur minn, nei. Hún verður að minnsta kosti ekki uppnæm af þessu. Hvers vegna? Af því að það eru þrjú ár, síðan hún dó, svo sann- arlega! Finnst þér það nægileg ástæða? Og ef þú vilt vita meir, þá er hún dauð, af því að hann drap liana! Já, liann, Quaile. Morðingi er hann, ef nokkur maður hefur verð- skuldað þá einlcunn. Hann fyrirfór henni á sama hátt og hann hefði rek- ið hníf í hjartað á henni! Ruddi henni úr vegi, úr aumlegri tilveru sinni, þegar honum hentaði ekki að liafa hana nálægt sér lengur, slökkti dásamlegasta lífsljós, sem nokkurn tíma liefur logað í þessari ömurlegu veröld. Ég fullvissa þig um, að ein- mitl í þessari andránni er þessi skálk- ur að standa Guði reikningsskil á þessu ódæði sínu. Og sá fær nú mak- leg málagjöld hjá Drottni! Æ, livaða leiðindi. Fyrirgefðu mér, að það skyldi slá svona út í fyrir mér,og reyndu að gleyma því.Þaðeru til hlutir, sem við tökum okkur svo skrambi nærri — það er allt og sumt. Ég ætla að láta aftur í pípuna mína — það róar mig. Geturðu léð mér vasahníf til að skera þessa tóbaks- plötu sundur? Já, ég vil heldur þessa hörðu plötu — ég hef heldur ekki efni á að veita mér annað betra. Nei, það er ekkert að sarga hana sundur, og auk þess er það ósköp auðvelt. Aðalatriðið er að liafa góðan hníf. Þetta er alveg fyrsta flokks vasahníf- ur, sem þú átt, en hann hentar nú ekki sem bezt til þessara hluta. Reyndu langa sveðju, sem flugbítur. Með lienni geturðu skorið sundur margar tóbaksplötur í einu. Það er ég van- ur að gera, en auðvitað ekki, þegar forstjórinn er nærstaddur. Fyrirgefðu allt þetta mas í mér, en eitthvað verð ég að hafa mér til afþreyingar. Sannleikurinn er sá, að það hefur legið eins og hálfgert farg á okkur öllum hérna þessa síðustu daga. Þetta tekur nú á taugarnar. Og svo get ég ekki sofið á nóttunni. — Nei, — ég er ókvæntur maður. En það, sem ég held, að mest reyni á mann, er að hafa þetta auða sæti hans við skrifborðið þarna fyrir aug- unum. Mér að minnta kosti finnst, eins og það hrópi, að þau séu bæði dáin — ekki einungis hann, heldur liún líka. Ég gaf mér ekki svo mik- inn tíma til að hugsa um, að hún væri dáin, meðan hann sat þarna. En nú get ég alls ekki um annað hugsað. Hún er nefnilega mikil kona. Ég sagði þér, að liann hefði myrt hana. En það var nokkuð annað, sem ég tók ekki fram. Hún vildi ekki drepa hann. Hún átti kost á því; það er mér fullkunnugt um — það skiptir ekki máli hvernig. Þetta er sannleik- ur. Hún vissi, að hann mundi ganga af henni dauðri, en henni datt ekki i liug að bera hönd fyrir höfuð sér.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.