Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 13. Varastu áhrif á fyrra helmingi ársins. Óhapp virðist geta steðjað að. Síðan mun þér vegna vel fjárhagslega, og þú hlýtur viðurkenningu. 14. Sumarið verður bezt til ásta, hjúskap- ar og heimilismála. Gerðu ekki of miklar kröfur til hagsældar í árs- lokin. 15. Baráttuár og ekki gott til ferðalaga. Varastu aðsteðjandi óvináttu. 16. Erfiðleikar á fyrra árshelmingi. Ný áhugamál vekjast upp eftir ágúst 1958. 17. Skyndileg áhrif krefjast varfærni. Farðu varlega í ástamálum. Tryggð- rof munu reynast óviturleg. 18. Það mun reyna á tilfinningar þinar. Varastu afbrýðisemi. Ágúst og nóv- ember verða þér heillarikir. 19. Láttu ekki aðra afvegaleiða þig í fjármálum. Júni og september verða þér til heilla. 20. Áhyggjur og hik vorið 1958. Gættu heilsunnar vel. Þér mun græðast fé, og ástamálin munu ganga að óskum. 21. Mörg óhöpp munu vekja þér gremju. Hætt er við, að þú verðir fyrir fjár- hagstjóni. Gott verður að ferðast eftir nóvember. 22. Ekki gott ár fyrir listamenn. Farðu varlega á ferðalögum. 23. Ár mikilla breytinga og ekki hagstætt giftu fólki. Örðugleikar. 24. Apríl—sept. verður afbragðstimi, en síðan er allra veðra von, ekki sízt í heimilislífinu. 25. Sumarið verður bezt og hagfelldast frá atvinnu- og fjárhagslegu sjónar- miði, en á árinu er von á ýmsu. 26. Það geta orðið árekstrar við sam- verkamenn. Vertu kurteis við hátt sett fólk. Varastu að glata hilli manna. 27. Skyndilegar, óvæntar breytingar Borðið fisk og sparið FISKHÖLLIN Tryggvagötu 2. Sími 11240. • • Ondvegisbækur td iefmmaaraiata: íslendinga sögur, (13 bindi), Byskupa sögur, Sturlunga saga, Annálar og Nafnaskrá (7 bindi), Eddukvæði I—II, Snorra-Edda og Eddulyklar (4 bindi), Karlamagnús saga og kappa hans, (3 bindi), Þiðreks saga af Bern (2 bindi), Konunga sögur (3 bindi), Skriðuföll og snjóflóð (2 bindi), f kili skal kjörviður, Sleipnir, íslenzk bygging, Bessastaðir. , Bókaútgáfan NORÐRI íslendingasagnaútgáfan

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.