Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 22
18 SÁMTÍÐIN til einhverrar sælukenndar innra með sjálfum mér, ef svo tækist til, að ég sæi þau i faSmlögum. Ég þráSi svo mjög að liefna mín á þeim. En fyrir hvaS ? Ég held,. aS ég liafi veriS aS því kominn aS verSa vitskertur. Ef afbrýSisemi getur gert fólk brjálaS, var hún aS gera mig þaS. Ég fann, aS ég niyndi aldrei geta afborið þetta vetrarlangt. En hvaS átti ég til bragSs aS taka? Tala viS Helgu? Til þess gat ég aldrei fengiS mig. Undir eins og féS kom í liús, tók ég viS geymslu þess. ÞaS gat veriS talsvert örSugt verk, ef það var rækt vel. Bærinn í HlíS og beitarhúsin þaS- an stóSu undir bröttu og hrikalegu fjalli meS háum hömrum, en grös- ugum hjöllum milli þeirra. AllviSa voru hjallar þessir sundur skornir af lækjargiljum, og á allmörgum stöSum voru sniS í klettana, sem fé lcomst um. Ekki voru allir þessir hjallar jafnháir. AS sumarlagi létu lækirnir lítiS yfir sér, en i þurra- frostum á vetrum belgdu þeir sig upp, og virtist þá jafnvel eins og vatniS kæmi út úr klettunum. Mynd- uðust þá víSa svellbólstrar, og varS fjalliS við það hættulegt yfirferSar. Stundum gat féS komizt upp meS bólstrunum, upp tvö til þrjú flughál þrep. En þegar þaS ætlaSi niSur svell- bólstrana hinum megin, komst þaS oft hvorki lönd né strönd. VarS þá aS brjótast með það sömu leið og þaS hafSi komiS. Var þaS ekki ein- ungis tafsamt, heldur oft beinlínis háskalegt fex-Salag. Um allt þetta var mér vel kunnugt, en ég ásetti mér aS geyma fjárins samvizkusamlega. Niðurl. í næsla hefti. VEFARira MIKLI LESENDUR Skírnis fengu síSast- liSiS sumar i heridur ágæta ritgerð: Huglægni og hlutlægni í stíl Halldórs Kiljans Laxness eftir sænska há- skólakennarann, dr. Peter Hallberg. Er þar gerð ýtarlega grein fyrir stil Laxness og listrænum vinnubrögð- um í nokkrum höfuðritum hans. Ritgerð þessi samsvarar lokakaflan- um í seinna bindi hins mikla tveggja hinda rits Hallbergs um ævi og skáld- skap Halldórs K. Laxness, sem út kom í Stokkhólmi 1954 og ’56. Nú er þetta rit Hallbergs aS koma út hjá Helgafelli í isl. þýðingu Björns Tli. Björnssonar og verður þar að líkindum skipt í fjögur bindi. Hið fyrsta, Vefarinn mikli, kom fyrir jólin og fjallar um æskuskáldskap Laxness, er hann var enn á gelgju- skeiði, áður en hann fullmótaðist við samning höfuðverka sinna. Peter Hallberg er manna fróðast- ur rim vinnubrögð Halldórs Laxness, enda hefur hann ekki einungis skrif- að um þau rösklega 30 ritgerðir, sem að verulegu leyti eru felldar inn í fyrrnefnt rit, heldur hefur hann á- samt fyrri konu sinni þýtt á sænsku ýmsar merkustu sögur skáldsins. Er því mikill fengur að riti lians. ÞaS er harla stórt í sniðum og samið af vísindalegri smásmygli. ViS fyrstu sýn orlcar það á lesandann líkt og uppkast að miklu minna riti, því að hvarvetna blasa við bréfakaflar frá Laxness til vina lians og orðréttar glefsur úr ritum slcáldsins, sem ekki

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.