Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 28
21
SAMTÍÐIN
munu steðja að og ekki allar sem
beztar, en snemma árs 1959 fer þér að
ganga betur.
28. Bezt verður vorið og haustið ’58.
Óvist um aðra árstíma.
29. Ágætt ár, en leggðu ekkert í hættu í
júli ’58 eða marz ’59.
30. Þér gengur vel á þessu ári, og lang-
þráðir draumar munu rætast.
(ju&m._4m(augiion: 23. j>áttur
SKÁKMÚTIÐ í HASTINGS
Það liggur við, að jólamótið í Hast-
ings hafi alveg farið fram hjá okk-
ur að þessu sinni, vegna þess að Frið-
rik Ólafsson var ekki meðal þáttak-
enda. Mótið var annars óvenju frið-
samlegt. Keres vann öruggan sigur,
hann tapaði að vísu síðustu skák-
inni, en hún var gegn Gligoric og
tefld á fertugasta og öðrum afmælis-
degi Keresar. Hann var samt heilum
vinningi ofan við Gligoric, sem hlaut
önnur verðlaun og var hálfum vinn-
ingi ofan við Filip. Efsti Bretinn var
í fjórða sæti, það var Barden; en
Norðurlandameistarinn nýi, Sterner
hinn sænski, varð sjötti í röðinni
með hálfan hlut vinninga.
Ein snotur skák frá mótinu:
Penrose, England — Blau, Sviss:
1. e2—e4 e7—e5 2. Rgl—f3 Rb8—
c6 3. d2—d4 e5xd4 4. c2—c3.
Göring-hragðið svonefnda, gömul
byrjun og löngu komin í glatkistuna,
en Penrose strokið af henni rykið,
og hún hefur gefizt lionum vel.
OMEGA-úrin heimsfrægu eru enn í
gangi frá síðustu öld. OMEGA fást hjá
Garðari Ólafssyni úrsmið,
Lækjartorgi. Sími 10081.
ntSGÖGN
Sófasett, Sófaborð, Svefnsófar
eins og tveggja manna. Svefn-
stólar, Skrifborð og Kommóður.
Áklæði í miklu úrvali.
Hverfisgötu 74. Sími 15-10-2.
frá okkur
fara sigurför
frá innstu dölum
til yztu stranda
Sendum gegn póstkröfu
um land allt.
FACO
Laugaveg 37. Sími 18777.