Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 menn eru syndaselir og allt það. En spurðu bara einhvern hinna, og þeir munu vera mér öldungis sammála. Og í öðru lagi eigum við allir heima langt hver frá öðrum og liöfum eng- in samskipti í einkalífinu og alls eng- in við Quaile. Svo ekki hefurðu mik- ið upp úr því! Engu að síður er lögreglan alltaf að spyrja drengina í þaula, og liver veit, nema hún verði einhvers vísari. En þeir láta mig í friði. Ég held nú líka, að ég sé alveg hættulaus, þar sem ég sit hérna, reyki pípuna mína og vinn, eins og ekkert hafi í skorizt. Jú, ég býst við, að röðin komi að mér, þegar þeirra tími er kominn. Þá er að taka því, þegar þar að kemur. Nú fer sitthvað að rifjast upp fyrir mér viðvíkjandi hinum mönnunum. Ég á við hluti, sem viðkoma þeim og Quaile. Til dæmis trúði Tom Pine, maðurinn, sem situr hér við hlið mér, mér fyrir því, að Quaile skuldaði sér peninga. Fyrir hvað heldui’ðu, að hann hafi þurft að fá peninga hjá honum? Ekki veit ég það — og mig langar ekki til að grennslast eftir því — ég gæti heldur ekki vel haft mig til þess. En þetta gæti haft illt í för með sér. Sjálfum hefur mér oft fundizt ég geta rekið fólk í gegn, sem skuldar mér peninga! Nei, sannarlega finnst mér þetta allt annað en hlægilegt. En hvað sem þvi líðui’, þá man ég lílca, að Farrell —- þessi, sem sat þarna fremst við hliðina á Quaile — hafði ekki verið mælandi málum árum saman. Það virðist eins og öðrum hvorum þeirra hafi verið kennt um einhverja yfir- sjón, sem hinum liafi orðið á eða eitthvað á þá leið. Að minnsta kosti álasaði Farrell Quaile sýknt og heil- agt fyrir það, að sér liefði ekki telc- izt að hækka neitt i tign, og það get- ur nú sannarlega oi’ðið viðkvæmt mál. Mér er fullkunnugt um, að Fax-- rell tók sér þetta næi’ri. Hann á konu og um það bil tólf krakka einhvers staðar úti í einhveri’i útboi’ginni, og það fer ekki lijá því, að honum hafi reynzt örðugt að sjá öllu hyskinu fai'borða á ekki hærri launum. Kaup- hækkun hefði gert þessum vesalings rnanni lífið bæi’ilegt. Ég hef þekkt menn, sem ekki liefðu hikað við að reka hver annan í gegn fyrir minni sakir. Hvort Quaile var kvæntur? Já, vist var hann það. Hvað sagðii’ðu? Fyrirgefðu, ég tók ekki eftir þvi — það er þessi garnli pípuræfill — hún er stífluð eins og vant er. Já, ég þekkti liana vel. Gott og vel — ef ég ætti mér sál- ai’gáfur þeirra Shakespeares, Slielleys og Yeats alli'a, kynni að vera, að ég gæti lýst henni. En það er nú ekki því að heilsa. Ég er bara réttur og sléttur miðlungsmaður, svo ég ætla að láta mér nægja að orða það svona: Hún var stórt harn. Ég held ég hafi aldrei séð jafn yndislega stúlku. Ef þær eru laglegar, þá eru þær frekar eins og skollinn, og ef þær eru göf- ugmannlegar á svipinn, ei’u þær oft ósköp hversdagslegar í sér. En hún var hvort tveggja: frábæi’lega fögur og dásamleg að innræti, alveg gull að manni til. Ó, ég man eftir henni, þegai’ hún vann hérna. Og hefðirðu vitað, hvern-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.