Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRIJ IMVJAR BÆKLR sögðij: HALLDÓR IÍILJAN LAXNESS: „Það er hægt að fremja hermdar- verk á börnum og réttlæta það fyr- ir sjálfum sér og guði og heiminum, lífið sjálft réttlætir nefnlega allt, sætt- ir æskuna við allt; en það er ekkert til sem getur bætt fyrir það ráng- læti sem er framið við gamalt fólk á íslandi .... Það fer mjög lítið fyr- ir veikum gamalmennum. Þau deyja hreyfíngarlaus. I rauninni er eing- inn eins munaðarlaus á jörðinni eins og gamalmenni“. H. L. Mencken: „Það er óhrekj- andi staðreynd, að náttúran sér hverj- um einasta fugli fyrir fæðu, en hún færir þeim bara ekki matinn í hreiðr- in.“ STEPHEN McKENNA: „Hefurðu nokkurn tíma hugsað um, hve mörg- uni mínútum á dag flestir okkar eyða í það að ala upp í sér áhyggj- ur og kvíða, magna í sér ólundina, formæla óhamingjunni og æsa sig ut af alls konar smámunum og hé- Soma. Það verður ömurlegt á dauða- stundinni að hugsa til þess, að við skulum ef til vill hafa eytt heilu ári af ævinni í það eitt að ónotast yfir, að eggið okkur á morgnana hafi ver- ið of linsoðið!“ JOE PALMER: „Þú þarft að klaupa býsna hratt til þess að verða kyrr þar, sem þú ert kominn.“ WELLINGTON: „Ég vantreysti áómgreind sérhvers manns, þegar hann á sjálfur hagsmuna að gæta.“ Freysteinn Gunnarsson: Dönsk-íslenzk orðabók. Endurskoðuð og breytt út- gáfa. Ágúst Sigurðsson, Freysteinn Gunnarsson og Ole Widding sáu um útgáfuna. 1055 bls., íb. 340,00. Gunnar Sigurðsson: Islenzk fyndni (tima- rit) XXI. hefti. 150 skopsagnir með myndum. 56 bls., ób. kr. 20.00. Guðni Jónsson: Islenzkir sagnaþættir og þjóðsögur I. hefti. 2. útg. 151 bls., ób. kr. 30.00. Feter Freuchen: 1 hreinskilni sagt. Ævi- saga hins fræga landkönnuðar, ferða- langs og rithöfundar. Jón Helgason þýddi. 284 bls., íb. kr. 145.00. Vilhjálmur S. Vilhjáimsson: Við, sem byggðum þessa borg II. bindi. Endur- minningar átta Reykvíkinga. Myndir eftir Halldór Pétursson. 245 bls., íb. 155.00. Minningabók Magnúsar Friðrikssonar, Staðarfelli. Inngangur eftir Þorstein Þorsteinsson fyrrum sýslumann. 253 bls., íb. kr. 155.00. Guðrún frá Lundi: Ölduföll. Skáldsaga. 304 bls., íb. kr. 125.00. Þórunn Elfa Magnúsdóttir: Eldliljan. Skáldsaga. 212 bls., íb. kr. 96.00. Jóhannes Helgi: Allra veðra von. Sex sögur. Myndir eftir Jón Engilberts. 109 bls., ób. kr. 78.00, íb. 95.00. Friðjón Stefánsson: Fjögur augu. Stutt- ar sögur. 159 bls., ób. kr. 75.00, íb. 95.00. Lillian Both: Ég græt að morgni. Ævi- saga. Hrefna Þorsteinsdóttir þýddi. 279 bls., íb. kr. 120.00. Axel Thorsteinson: Eyjan græna. Ferða- þættir frá Irlandi. 128 bls., ób. kr. 38.00, íb. 48.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. — Sendum gegn póstkröfu um land allt. BÓKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8, Reykjavík. Sími 1-45-27.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.