Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN við kæmum okkur elcki til að minn- ast á þetta. Yið fundum sjálfsagt bæði, að svona gat ekki gengið til lengdar. Kvöld eitt kom ég með seinna móti heim af beitarhúsunum. Mamma beið mín með matinn, en Hildi sá ég hvergi. Jónsi var fjósamaður. Hann var því kominn inn fyrir löngu og farinn upp í herbergi sitt. „Sjálf- sagt er Hildur hjá honum,“ hugsaði ég. — Að lokinni máltíð geklc ég inn til afa. En þegar ég opnaði dyrnar að herbergi hans, sá ég, hvar Hildur sat á kofforti fyrir framan rúm hans. Hún var grátandi, og afi hélt í hönd- ina á henni. Ég hikaði í dyrunum og var að hugsa um að snúa við, en þegar afi tók eftir mér, sagði hann: „Seztu hérna á koffortið hjá henni Hildi, nafni minn, ég þarf að segja ykkur báðum dálitið. Og hann tók þannig til máls: MIG LANGAR að segja ykkur ör- lítið brot úr ævisögu minni, segja ykkur frá örlagaríku atviki, sem ef til vill gæti orðið til að brúa það djúp, sem ég er hræddur um, að myndazt hafi milli ykkar, börnin mín, og mig tekur sárt að borfa upp á. Ég var rúmlega tvítugur, þegar ég réðst vinnumaður að Hlíð. Oft liafði ég heyrt getið um Hlíðarheimilið. Það var mjög á orði fyrir þrifnað og myndarskap, fámennt fyrirmynd- arheimili, því að eklci var þar annað fólk en hjónin, Árni og Guðrún, og Helga, dóttir þeirra. Hún var af flest- um talin myndarlegasta stúlka sveit- arinnar, og víst var hún flestum fegri. Ég hafði sjaldan komið að Hlíð, hafði aðeins stöku sinnum séð Helgu á skemmtunum, en lítið kynnzt lienni. Ekki held ég, að ég hafi liaft neitt sérstakt í huga, þegar ég réðst að Hlíð. Yfirleitt held ég, að piltar á þeim aldri hugsi mest um að lifa og leika sér. Ekki hafði ég þó lengi ver- ið í Hlíð, þegar þetta var orðið ger- breytt. Við Helga virtumst eiga svo margt sameiginlegt, og það, sem Guð hefur tengt saman, má maðurinn ekki sundur skilja. Það fannst okk- ur vist báðum eiga vel við okkur. Fyrsta sumarið mitt í Hlíð leið eins og ljúfur draumur. Oft á kvöldin, er ég vafði bana örmum, þessa fallegu stúlku, og hún hallaði sér að brjósti mér, hét ég því að reyna að gera allt, sem í mínu valdi stæði, til að gera hana hamingjusama. Ég skyldi bera hana á örmum mér aila ævi, vera henni reglulega góður. Þetta liugsum við víst og segjum allflestir, þegar svona stendur á. Stundum lofum við meiru en við erum menn til að efna — eða gleymum því ef til vill. Það var komið haust. Jörð var tekin að fölna og fuglasöngurinn þagnaður. Hver dagur var öðrum líkur, stilltur og bjartur. Friður og kyrrð hvíldi yfir öllu. Haustið var að þessu sinni yndislegra en orð fái lýst. En dag einn, skömmu fyrir vet- urnætur, bar gest að garði í Hlíð. Það var nú reyndar elcki ný bóla, þvi að oft var þar gestkvæmt. En þessi gestur var formaður slcóla- nefndarinnar, og erindi lians var að biðja Hlíðarhjónin að skjóta skjóls- liúsi yfir barnafræðsluna um vetur- inn. Hann sagði, að Hlíð væri svo

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.