Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN ••V.V.V.V.V.V.V.V.V 231. SAGA SAMTIÐARINNAR .V.V.V.V.V.V.'.V.V Mtvaö er ég aö segja — ? ÞAÐ VÆRI HÆGT að orða þetta svo: Johnston Quaile sat við skrif- borð sitt við sama starf og liinir fimm skrifstofumennirnir í herberginu. Þá kom linífur fljúgandi í bakið á hon- um, kastað af . . . Það var ekki ann- að en lágt þruskið, þegar maðurinn hné dauður fram á skrifborðið, sem gerði það að verkum, að hinum mönn- unum varð litið upp og þeir sáu, hvers kyns vár. Auðvitað brá okkur öllum mjög í brún, og við urðum alveg for- viða, en síðan varð allt í uppnámi og liefur verið það þessa tvo daga, sem liðnir eru frá því, að þetta vildi til. En engan tók sérlega sárt til þessa náunga, sem drepinn var. Já, það var alveg satt, mér láðist víst alveg að geta um eitt: Hver var það, sem kastaði hnífnum? En um það virðist enginn hafa minnstu hug- mynd. Já, ég skal fúslega viðurkenna, að þetta er býsna kyndugt. Við vor- um þarna aðeins fimm menn saman, og samt veit enginn, hver kastaði hnífnum. Okkar á milli sagt, held ég, að þessir hlessaðir lögregluþjónar liafi hlotið að vera hálfgerðir hjánar. Hcr hafa þeir verið að drattast kring- um okkur þessa tvo síðustu daga, og elcki virðast þeir vera neinu nær þrátt fyrir það. Ég lield bara, að ég treysti mér betur til að ráða fram úr þessum vanda, enda þótt mér finnist ég nú ekki stíga i vitið. Tvær síðustu næt- urnar hefur mér ekki komið dúr á auga. Verst er, hve óþolinmóðir þeir eru. Þeir liafa enga ró í sínum beinum. Ef þeir létu málið liggja í salti í — segjum — sex mánuði, er enginn vafi á, að sökudólgurinn mundi gefa sig fram sjálfkrafa. Já — ég er þér alveg sammála um, að þetta er skrambi örðugt viðfangs- efni, sem krefst tafarlausrar úrlausn- ar — eins og krossgáta. Þig langar að vita, hvernig í öllu lá? Gott og vel. Við erúm þarna aðeins fimm — Tomkin og Barnes aftarlega í her- berginu, Tom Pine og ég í miðröð- inni og svo Farrel fremstur við lilið- ina á Quaile. Allir snúum við í sömu átt — eins og skóladrengir. Hvort við sátum allir við skrifborðin okkar? Sko til! Þarna hittirðu naglann á höf- uðið. Það gerðum við nefnilega ekki. Auðvitað vorum við allir niðursokkn- ir i störf okkar, annað þorir maður nú ekki hér! En Farrell var niður- sokkinn í að blaða í spjaldskrá þarna úti við vegginn, svo — það er nefni- lega það. Hann var fyrir aftan Quaile eins og við hinir, og hver okkar, sem vera skyldi, hefði getað kastað hnífn- um. Ástæðurnar fyrir þessu? Ja, ég býst við, að bezt sé að snúa sér næst að þeim. En þar er nú ekki líklegt, að þú verðir mikils vísari, því í fyrsta lagi hötuðum við Quaile allir jafnt. Þetta var sannkallaður bölvaður lúsa- blesi og illmenni í þokkaböt. Já, ég veit ósköp vel, að allir dauðlegir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.