Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 vel i sveit sett fyrir börnin að ganga þangað, og auk þess væri húsalcostur betri þar en annars staSar. Þá hefSu þau sjálfsagt heyrt, aS í vetur yrSi ungur, ókunnur maður kennari og sér fyndist viSkunnanlegra aS koma honum fyrir á myndarlegu heimili. HlíSarheimiliS væri sjálfkjöriS aS þessu leyti. ÞaS fór svo, aS hjónin lofuSu aS hafa skólann, en ekki fæ ég því meS orðum lýst, hvernig mér varð við, er ég lieyrði þetta. Ég botnaði ekkert í sjálfum mér. HvaS kom þetta mér við? Ekki gat ég aftrað þessu, og nóg niundi verða sagt um mig, þó ég léti það afskiptalaust. Var ég að verða eitthvað ruglaður? Nei, ekki mætti ég láta einhverjar grillur hlaupa með mig í gönur. Ekki fannst mér ég geta haft orð á þessu við Helgu, og þó vissi ég, að ég ætti að gera það. Hvers konar maður var ég annars að verða: heigull, ragmenni? Mér fannst á Helgu, að hana grunaði, að eitthvað væri að mér. Sennilega fann hún, að ég var orðinn eitthvað breyttur, enda þótt ég léti sem minnst á þvi bera. En aldrei liafði hún orð á því. Og svo kom kennarinn. Hann var ungur og glæsilegur, kát- ur og mjög vel gefinn. Mér varð það strax að hera okkur saman, og ég var alveg sannfærður um, að Helga hlaut að sjá, hvílíkur reginmunur var á okkur. Þetta var einmitt réttur maður handa henni. Bæði voru þau gáfuð og glæsileg. Ég gat ekki skilið, hvað hún sæi við mig saman borið við hann. Sú hugsun vék aldrei frá mér. Ég reyndi að vera viðfelldinn og kurteis við hann og láta á engu bera, en átti heldur bágt með það. Það leyndi sér heldur ekki, að liann renndi hýru auga til Helgu og reyndi að vera sem oftast einn með henni. Var það nokkur furða? Átti hann ekki jafnmikinn rétt á því og ég? Ekkert vissi hann um kynni okkar. Og enda þótt hann kynni að renna grun í þau, átti hann fullan rétt á að reyna að vinna ástir Helgu, engu sið- ur en ég. Var ég elcki einmitt að ger- ast þröskuldur á gæfubraut hennar? Sú hugsun kvaldi mig löngum þenn- an vetur. Mér fannst hver dagurinn óralengi að líða. En á kvöldin, þegar Helga kom inn í herbergið til mín, vafði örmunum um háls mér og kyssti mig, sárskammaðist ég mín fyrir hugsanir mínar. Hvers konar manntegund var ég? Fann ég ekki, hve heitt þessi stúlka elskaði mig? Hvernig gat ég vantreyst lienni? Hvex-nig tilfinningar bærðust í bi’jósti mér? Ég hlaut að vera aumasti mað- ur, sem fæðzt hefði á þessai’i jörð. Alltaf sofnaði ég sæll með þeim góða ásetningi að láta ekki þessa maka- lausu ósanngirni hafa lengur tök á mér. En þegar ég vaknaði á morgn- ana frá sælum draumum til blákalds veruleikans, var eins og sá góði á- setningur hefði gufað upp, og sömu hugsanir ásóttu mig, jafnvel enn þá magnaðri en áður. Þetta gekk jafnvel svo langt, að ég var, enda þótt slíkt væri mér þvert um geð, farinn að læðast um húsin eins og njósnari eða þjófur til að liggja á hleri, ef ég vissi, að þau voru þar ein. Svo djúpt var ég sokkinn, að mér fannst jafnvel eins og ég fyndi

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.