Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN
15
.•.•.•.•.•.•.•232. SAGA SAMTÍOÁRINNAR .•.*.*.•.•
$ögnva(dur ddrlingáóon, wúivöl
um;
LÍFTAUGIN
ENGINN, sem kom að Hlíð, átti
nógu sterk orð til að lýsa undrun
sinni og aðdáun yfir hinum háu og
beinvöxnu hjörkum, sem þöktu
meiri hlutann af heitarhúsahjallan-
um. Þetta var þeim mun furðulegra,
sem hvergi sást skógarkjarr í allri
sveitinni nema stöku lirísla liér og
hvar á bergbrún, sem þögult vitni
þess, að eitt sinn hafði landið verið
skógi vaxið. Og ein af þessum stöku
hríslum lijarði á bergbrúninni, beint
yfir miðjum skógarlundinum í Hlíð.
Vafalaust voru hinar fögru bjarkir
»hold af hennar lioldi“, höfðu vaxið
upp af frækornum hennar, eftir að
'hjallinn liafði verið friðaður fyrir
ágangi búfjár. En skjólgarðarnir báð-
um megin trjálundarins sýndu, að
hjarkirnar höfðu dáfnað fyrir atbeina
einhvers vormanns Islands. Sjálfsagt
höfðu þessir vörzlugarðar kostað
hann marga hvíldarstund, ef til vill
marga vökunótt. En vafalaust hafði
hann fengið þá fyrirhöfn marghorg-
uða, þegar liann leit ávöxt iðju
sinnar.
AFI var kominn liátt á níræðis-
aldur og hættur að hafa ferlivist. Þó
har það við á lygnum sólskinsdögum
um hásumarið, að liann staulaðist
UPP í skógarlundinn og settist beint
uiður. af hrisluhni á. bergbrúninni.
Þar gat hann unað sér tímunum sam-
an. En vetrarlangt lá liann í bóli sínu.
Hann liafði þá mjög gaman af því,
ef einhver settist hjá honum og skraf-
aði við hann, því að hann var andlega
heill og fylgdist vel með öllu.
Ég hafði alltaf verið mesta uppá-
haldið lians af okkur systkinunum,
enda elztur þeirra, orðinn 20 ára, og
tekinn við fjárgæzlu, en af sauðfénu
þráði afi mest að frétta. Ég settist
því inn til hans á kvöldin, er ég.kom
heim af heitarhúsunum og liafði lok-
ið við að borða.
Það kom líka oft fyrir síðastliðið
ár, að Hildur vinnukona kom inn til
afa, meðan ég var hjá honum og
settist hjá okkur. Hún var dóttir ná-
granna okkar, tveim árum yngri en
ég. Við Hildur liöfðum verið leik-
systkin frá bernsku, og eftir því sem
við eltumst, hafði hin barnslega vin-
átta okkar breytzt i ást. Við höfðum
heitið hvort öðru ævarandi tryggð,
en ekki sagt neinum frá því, enda
alltaf farið dult með samband okkar.
Engu að síður held ég, að afa hafi
rennt grun í, livað fara gerði milli
okkar Hildar, enda þótt hann minnt-
ist aldrei á það.
Síðastliðið sumar hafði ég veitt því
eftirtekt, að Jón vinnumaður var allt-
af aftan í Hildi, þegar liann gat því
Við komið, og þá fann ég til þeirrar
hræðilegu kenndar, sem ég liafði
aldrei þekkt fyrr: afbrýðiseminnar.
Mér fannst jafnvel, að Hildur reyndi
Sem oftast að vera ein með Jóni, eða
var það ef til vill hugarburður? Þetta
varð til þess, að við Hildur fjarlægð-
umst livort annað smátt og smátt, en
þá sjaldan við fundumst, var eins og