Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN nú samt. Síðan skaltu segja foreldrum þínum þetla lika. Þetta veldur þeim senni- lega öllum miklum sársauka. Hins vegar er ekkert vit í, að þú bindist manni, sem þú elskar ekki lengur. — Þín Freyja. Barnlaus hjónabönd ÞAÐ MUNU margir telja góð tíðindi, að sænskur læknir, Gemzell prófessor, hefur með hormónagjöfum getað gert ó- frjóar konur færar um að eignast börn. Hormónar þessir eru unnir úr hormóna- kirtlum fólks. Danskir læknar, sem einn- ig hafa unnið að þvi að gera ófrjóar kon- ur frjóar með hormónagjöfúm eftir öðr- um leiðum, lelja, að hér sé fundið ráð til að leysa vandamál margra barnlausra hjóna, er þrá að eignast börn, en hafa ekki fengið þá ósk sína uppfyllta. Ég lýk þáttunum með „kjörrétti mán- aðarins“: 'A' Rifjasteik með osti RIFJASTEIK (kótelettur) er brúnuð á þurri pönnu, en síðan er bitunum raðað í eldfast fat. 3 stórir laukar eru skornir í smátt og brúnaðir í feiti, en út á þá er látinn 1 peli af rjóma og helmingurinn af fullum diski af rifnum osti. Þetta verður að þvkkri sósu, sem bragðbæta rná með tóinatmauki, og er henni síðan hellt yfir steikina. Þvi næst er liinum helmingnum af rifna ostinum stráð yfir hana ásaml dálitlu af raspi og smjörbitum. Rifja- steikin er að því loknu sett i heitan ofn og höfð þar bálftíma við góðan liita. GULRÓTAR-SALAT. — Efni: 2 stórar gulrætur og 2 epli, rifin á rifjárni, 50 g steinlausar rúsínur, 2 msk. liunang, % tsk. sæt paprika, 3 msk. sítrónusafi og (5 msk. rjóiiii. Hunangið er hrært saman við rjómann, og út í er sett kryddið, þá eplin og gul- Nýjasta Parísarhárgreiðslan. ræturnar, en síðast rúsínurnar. í staðia11 fyrir rúsínur má bafa döðlur, ef vill- Ganiíill maður, sem flutzt hafði vest- ur um haf árið Í9h0, vat kallaður fyrl1 rétt í Bandaríkjunum, af því að grunui' lék á um, að innflytjendaplögg hans vreru ekki i lagi. „Qg lwenær fluttuzt þér inn í landið? spurði dómarinn. Gamli maðurinn var taugaóstyrkur og stamaði: „Á-á-árið Íh90“. „Ef þér hefðuð dokað við í tvö ár, þú hefðuð þér getað orðið Kólumbusi sanx- ferða," svaraði dómarinn brosandi. VEL KLÆDD kona kaupir tízkufatnaðinn. Iljá Báru Austurstræti 14. — Sími 15222.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.