Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 21 (juhn. ^4rr i(fr$5on 51. fdttur Mesta taflmót síðastliðins árs var tvi- mælalaust ólympíumótið i Leipzig. Þátt- takendur voru 240 alls, þar af ein kona. Tefldar voru 80 skákir á dag þær þrjár vikur, sem inótið stóð. Engin mót auka Jafn mjög kynni taflmanna af ólíkum bjóðernum og ólympiumótin. Þarna fá iitt kunnir skákmenn tækifæri til að spreyta sig við frægustu taflmeistara heims, því að flest lönd setja stolt sitt i að senda sína beztu menn til leiks. Þetta mót var fjölmennasta ólympiumót, sem haldið hefur verið, og öllum þátttakend- llrn ber saman um að allur aðbúnaður °g tilhögun hafi verið betri en nokkru sinni fyrr, þetta hafi verið sannkölluð hátíð þjóðanna. Þarna var tefldur fjöldi snjallra skáka, Svo að örðugt er að velja eina úr, en ég Vei eina af skákum Botvinniks. Erlend- Ur gagnrýnandi hefur komizt svo að orði, að þessi skák sé hezta skák mótsins. Þótt fiíkir dómar orki ávallt tvímælis, er eng- lnn vafi á því, að ferskari blær var yfir skákum Botvinniks á þessu móti en ver- !ð hefur undanfarið og a. m. k. tvær eða ílrjár af skákum hans eru í hópi snjöll- Ustu skáka mótsins. Sú frammistaða spá- ir góðu um spennandi keppni i öðru einvígi hans við Tal um heimsmeistara- iignina, en það á að fara fram í marz. Botvinnik — Lothar Schmid (Sovétrikin) (V.-Þýzkaland) c5 3- ek g6 5. Be2 Rf6 7. 0-0 Rc7 2. d5 d6 4. Rf3 Bg7 6. Rc3 Ra6 8. ab a6 Þessi vörn hefur hlotið nafnið Ben Oni; svartur leyfir hvit að halda allmikl- um völdum á miðborði, en leitar í stað- inn færis á gagnsókn drottningararmi. Schmid beitir þessari vörn oft og er henni þaulkunnugur, svo að ósigur hans er ennþá athyglisverðari fyrir þá sök. 9. Rd2 Bd7 10. Rcb b5 11. e5! Þetta skýrir síðustu leiki hvíts. Sá, sem hefur séð framhaldið, hlýtur að spyrja, livort 11. -bxc4 12. exf6 Bxf6 hefði ekki verið hezta úrræði svarts. Og reyndar kemur 12. -exf6 einnig til greina. 11. ... dxe5 12. axb5! axb5 13. Hxa8 Dxa8 U. Rxe5 M Svarti er nauðugur einn kostur, því að hvítur hótaði að vinna peðið á b5 með þvi að skipta fyrst mönnum á d7. Auk þess hótaði hvítur að leika d5-d6. 15. d6! bxc3 Um annað er naumast að ræða. 16. dxc7 Dc8 17. BfM Valdar c7 óheint (Dxc7, Rxg6) 17. ... cxb2 18. Rxd7 Rxd7 Ekki dugar Dxd7 19. Bb5! Nú eiga háðir valdaða fi'elsingja á sjöundu línu, en talsverður munur er á aðstöðu þeirra til að fylgja þeim eftir. 19. Bb5 Bdb 20. c3 e5 21. cxdí exfá 22. Bxd.7f Dxd7 Eða Iíxd7 23. dxc5f Kxc7 24. Dd6f Kb7 25. Hhl og vinnur. 23. De2\ Kf8 24. De5 Kg8 Staðan eftir 24. leik svarts.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.