Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 19
samtíðin 15 M góðgerðarstarfsemi og umsjár með höllum sínum. • Olga Detercling er dóttir Shell- oliukóngsins Henrv Deterdings, sem nú er látinn. Hún er 33 ára gömul og kveðst vera búin að fá meira en nóg af auðæf- Uiu sínum. En meðan olían streymir upp Ur jörðinni, aukast hinar gífurlegu eign- lr hennar jafnt og þétt. Olga var áður fyrr tíður gestur í ýmsum dýrustu gisti- öúsum og næturklúbbum Evrópu, en örátt leiddist henni hið fánýta skemmt- analíf og fór þvi til Lambarene í Afríku W að hjúkra holdsveiku fólki hjá dr. Schweitzer. Nú er hún komin heim lil Englands og kveðst vilja taka að sér hvaða starf sem er með því eina skilyrði, a® það sé ólaunað! „Mig langar ekki i nieiri peninga," segir Olga Deterding. • Marcelle Braunschwig er fulltrúi Sviss í hópi auðkvenna heimsins. Fer vel a bví, að það land, sem trúað hefur ver- ^ð fyrir varðveizlu flestra erlndra millj- °na í bönkum sínum, skuli eiga heima- öakaða auðfreyju. Frú Braunshwig, sem er ekkja, erfði milljónir sínar bæði eftir foreldra sína og mann sinn, en hann átti niargar verzlanir. Frúin á þrjú hörn og finim barnabörn, er mjög hlédræg að haetti Svisslendinga og lifir kyrrlátu lífi Vjð Genéve-vatn, en peningar hennar renna í stríðum straumum til ísrael. • Sumati Marajee, fulltrúi Indlands 1 besari sundurleitu fvlkingu, á heima í i^ombay. Hún er forstjóri og meðeigandi skipafélagsins Scindia Steam Naviga- il°n Co., sem á meira en 60% af meiri háttar skipum Indlands. • Helena Rubinstein, sem þrátt fyr- lr háan aldur rekur enn fegrunarvöru- verksmiðjur í ýmsum löndum, er talin ei§a röskar 4.400 millj. kr. í bönkum auk ofboðslegra verðmæta í fasteignum, húsmunum, dýrgripum o. fl. • Elísabet Arden, keppinaulur frú Rubinstein á fegrunarvörumarkaðinum, á auk verksmiðja sinna 150 veðhlaupa- hesta, sem hafa fært henni um 110 millj. kr. • Sonja Henie, skautadrottningin norska, er eina Norðurlandakonan, er lent hefur i þess- um fræga hópi kring- um gullkálfinn. Hún lét sér ekki nægja frægðina eina fyr- ir fádæma glæsilega frammistöðu á ís- brautum sýningar- hallanna, heldur gerðist hún ein liarðsvíraðasta fjárafla- kona, sem nú er uppi. Hún er 48 ára göm- ul og er talin eiga nokkuð yfir 440 millj. kr. Mest hefur hún grætt á því, sem Eng- ilsaxar nefna ice-show, enda hefur hún átt manna mest þátt í að skipuleggja þær íburðarmiklu skautasýningar. Sonja á viðhafnarheimili í NeW York, en auk þess íbúðarhús í Osló, Hollywood og á Florida. Enn fremur á hún geysistórt nautgripabú í Suður-Kaliforníu, skýja- kljúfa i Chicago og nokkra iþróttavelli. En til þess að vera sem öruggust um af- komuna, ef nautgripirnir kynnu að drep- ast úr miltisbrandi, skýjakljúfarnir að hrynja í loftárásum og íþróttavellirnir að komast úr tízku, hefur þessi norska kona ákveðið að hefja r stórum stíl framleiðslu á skartgripum, brúðum, skautafatnaði og ísvélum. Hún á snotr- asta málverkasafn með myndum eftir Picasso, Renoir Gainsborough og van Gogh! Síðast, en ekki sízt er talið, að hún eigi þyngd sína (þ. e. rúml. 50 kg) i rándýrum skartgripum. Sú fann sína Ameríku! ★

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.