Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 7
blað 28. árg, Mo. 269 Febrúar 1961 SAMTfÐIM HEIIUILISBLAÐ TIL SKEIUIUTLIMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTíÐIN kemur út mánaðarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: SigurSur Skúla- S°n, Reykjavik, simi 12526, pósthólf 472. AfgreiSslusími 18985. ÁrgjaldiS, 65 kr. (erl. 75 ki\), Sreiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftargjöldum veitt móttaka i Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. Eitraðar sigarettur vaida áhyggjum ÁSÓKN fólks í tóbak og áfengi til að róa taug- arnar eða eyða tímanum getur orðið örðug við- *Ángs. út yfir tekur þó, er menn láta sér ekki n*gja áfengis- og tóbaksnotkun, heldur taka að neyta enn hættulegri eiturtegunda, eins og oft a sér stað. Svonefndar m a r i h u a n a-sígarettur hafa Verið mjög á dagskrá erlendis upp á síðkastið. Og af því að þar er um hættulegt eitur að ræða, skulu hér birtar til viðvörunar nokkrar upplýs- 'ngar vísindamanna, sem fram hafa komið ný- lega, þar sem afleiðingar þe§sarar eiturnautnar hefur verið mjög á dagskrá í Danmörku og Eng- landi í vetur. 1 marihuana-sígarettum er háskalegt eitur. ^ndir áhrifum þess eru neytendur þeirra vísir l'l að vinna hvers konar ofbeldisverk, jafnvel ^yrða saklaust fólk. Eftir á muna þeir svo alls ekki, hvað gerzt hefur. Þar sem æskufólk er s°lgnast í þessar sígarettur, er hætta á, að af- le'ðingar nautnarinnar verði þeim ævilangur far- artálmi. Marihuana-eitrið er oft nefnt h a s h i s h. Það er unnið úr indverskum hampi eða venjulegum n'tabeltishampi. Kröftugastar verkanir hefur það 1 s'garettum. Kunnur erlendur prófessor í lækna- 'isindum hefur komizt svo að orði: Eitrið hefur ^st áhrif á stóra heilann. Eftir að hafa sogað Pað einu sinni eða tvisvar að sér úr sígarett- nnni, „finna menn á sér“, svo að um munar. eruleikakennd þeirra sljóvgast, og þeim líður 'ek Veik hljóð virðast miklu sterkari, og venju- egt ljós veldur ofbirtu í augum. Síðan taka rnenn að sjá alls konar ofsjónir. Herbergi, sem þeir eru í, verður allt í einu undarlega stórt, gólfið tekur að hallast eins og skipsþilfar í ósjó, en birtan verður þokukennd. Þeim sýnist and- lit fólks ýmist þríhyrnd eða ferhyrnd, fætur sjálfra þeirra verða fisléttir, en þó furðu stórir. Öll vandamál leysast vitanlega af sjálfu sér, og öll tilveran verður rósrauð af einskæru áhyggju- leysi. Sumir reykjendur verða þó angistarfullir af eitrinu, en allir glata timaskyni sínu. Mín- úturnar verða að klukkustundum. Sumir fá ó- stöðvandi hláturköst, og sé mikið reykt, er hætt við, að menn álpist til að fremja glæpi, eins og átti sér stað í London og Kaupmannahöfn ekki alls fyrir löngu. Glæpahneigðin af völdum eitursins getur orð- ið óstöðvandi. Jafnvel vísindamenn, sem reyktu marihuana-sígarettur til þess eins að ganga úr skugga um eiturverkanir þeirra, ruku til í æði og ætluðu að skera sig á háls! Hjá sumum klofn- ar persónuleikinn, og menn sjá sjálfa sig eins og um aðra menn væri að ræða. Menn verða þó ekki reikulir í göngulagi, og kynhvöt þeirra örvast yfirleitt ekki, en marga langar til að hoppa, dansa eða hlaupa. Hættulegasta afleiðing marihuana- reykinga er hin ómótstæðilega glæpahneigð neytendanna. Það, sem nú hefur verið sagt, ætti að nægja sem aðvörun gegn notkun þessa viðbjóðslega eiturs. Er þess að vænta, að reynt verði eftir föngum að bægja marihuana-eiturplágunni frá íslenzkum æskulýð og öðru veikgeðja fólki, er auðveldlega gæti fallið fyrir þeirri hættulegu freistingu að reykja þessar geigvænlegu sígar- ettur af rælni.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.