Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 Stjarnan með brúnu, brosmildu augun Var orðin til. MYLÉNE leit í spegil, sá, að hún var Jagleg og ákvað að gerast tízkusýningar- ^ania. Hún fluttist nú með foreldrum sinum til Pai'ísar, og þegar hún var 16 ara, var liún orðin eftirsótt sýningar- (laina. Um þær mundir bljóp hún eitt smn í skarðið fjrrir vinkonu sína, sem var leikkona og hafði veikzt skyndilega. Mvléne lék hlutverk hennar — lítið að vísu — og fékk 1700 franka fyrir. Það v°ru fyrstu peningar, sem henni áskotn- aðust fyrir leikstarf. Dag nokkurn kynntist hún duglegum 'jósniyndara, Henri Coste að nafni. Hann Varð þegar ástfanginn í henni og sagði henni, að liún væri alveg tilvalin fyrir- Saeta. Það hafði þau áhrif, að skömmu Semna voru myndir af henni orðnar vin- sælustu stúlkumyndir á forsíðum fjölda D'anskra myndablaða, og allir töluðu uni fallegu stúlkuna með hrosmildu aug- nn. Coste játaði Myléne nú ást sína, og þau Stttust. Enn er hjónaband þeirra ástsæl- asta hjónahand í öllu Frakklandi! Myléne segir, að tilviljun ein hafi ráð- liví, að hún gerðist leikkona. Raymond R°uleciu, frægur leikstjóri, kom dag einn nin í myndastofu Costes og sá þar mynd af henni. Hann varð undir eins hrifinn °§ hauð Myléne hlutverk Ahigail í „Norn- ununi frá Salem“. En áður liafði hún nninig leiklist hjá René Simon í París. Margir minnast hennar í kvikmynd- jnni „Hinn fullkomni glæpur“, þar sem 1111 lék með frægum leikara, Henri Vidal, Sem nú er látinn. Myléne segist enn ekki vera búin að sh’i í gegn sem kvikmyndaleikkona, en . ezt liafi sér tekizt í myndinni „Norn- uUar frá Salem“, sem sýnd var á kvik- ,Tlyndahátíðinni í Canne 1956. Þá mynd sá ameríski kvikmyndafram- leiðandinn Otto Preminger og bauð Myléne þegar lilutverk Elsu í „Bonjour Tristesse“ eftir Frangoise Sagan. Nýlega sást Myléne í enskri mynd: „Þegar kötturinn fer á veiðar“. Af því að enskuframburði liennar er ábótavant, var hún látin leika þar sænska vinnu- stúlku, sem gerði alla karlmennina á himilinu bálskotna í sér — og bíógest- ina auðvitað líka! Myléne segir: „Það er mikill misskiln- ingur, að kynþokki sé í því fólginn að fara úr fötunum og ota fram brjóstunum. Ég fer 5—6 sinnum í hió á viku. og sé kvenfólk oft gera þetta, en mér hýður við því. Ef leikgáfa mín nægir ekki til þess, að ég geti leikið hlutverk mín alklædd, ætla ég að hætta að leika. MYLÉNE kveðst hafa gaman af tónlist. Hún leikur á píanó, og uppáhaldstón- skáld hennar eru Bach, Dehussy, Trenet og Basie. Hún kveðst ekki vera náttúrudýrkandi, en hefur gaman af að synda. Það er eina íþróttin, sem hún iðkar. Henni leið- ast smámunasamir menn og sérgæðing- ar. Uppáhaldshöfundar hennar eru Mar- cel Ayme, Truman Capote, Hemingway og Anatole France. En auk þess hefur hún gaman af að hvílast með góða af- brotasögu í hendi. Nautaat þolir hún ekki að sjá. Bezta aldur konunnar telur hún vera um þrítugt. Og hrifnust er hún af frönsku leikurunum Gerard Blain og Laurent Tertzieff. „Var hann Kalli virkilega svo ósvífinn í gærkvöldi að biðja þig um að mega fara heim með þér?“ „Já, en ég sagði honum bara að hypja sig burt.“ „Og hvenær fór hann?“ „í morgun.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.