Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN Stúlkan með brosmildu augun JVýjtistu kviktnyntiatiís M'rttkklttntls MYLENE DEMONGEOT lieitir hún og hefur öll skilyrði til að sigra i hinni hörðu samkeppni kvikmyndadísanna. Margir kalla hana Brigitte Bardot aðra. Hún mótmælir því harðlega og segir: ,JÉg er ekki B. B. önnur, heldur Myléne Demongeot fyrsla.“ Keppinautum hennar, þeim Blrigitte Bardot, Marilyn Monroe, Sophiu Loren, Jane Mansfield og Ginu Lollobrigidu, er alls ekki sama um alla þá aðdáun, sem þessi unga þokkadís með brosmildu aug- un liefur orðið aðnjótandi. Það er ekki að ástæðulausu. Myléne er þeim skæður keppiuautur. Ilún á sér kynþokka á við Brigittu, er kvenleg eins og Gina, barns- leg eins og Marilyn, skapmikil eins og Sophia og framgjörn eins og Jayne. Auk þess á hún sér mikla leiklistargáfu. Kyn- þokkinn einn nægir leikkonum ekki. MYLÉNE er fædd í Nice 29. sept. 1936. Faðir hennar var efnaður. Hann hafði starfað í þanka í Ivína, en seinna í franska fjármálaráðuneytinu. Móðir hennar er rússnesk. Ekki skorti Myéne ástríki í föð- urgarði, en sá ljóður var á ráði hennar, að hún var rangeygð. Olli það henni miklu hugarangri. Bæði átti hún örðugt með að lesa af þeim sökum, og auk þess stríddu skólasystkinin henni með því. Myléne tók sér það nærri, en leitaði hugg- unar í tónlistinni og hugðist verða píanó- leikari. Svo var hún send i klausturskóla, en var rekin þaðan, af því að hún safnaði leikaramyndum! * * Þegar hún var 14 ára, var hún svo harmþrungin yfir sjónskekkju sinni, a® hún ákvað að fyrirfara sér. Hún fór þvl inn í baðherbergi, tók rakvélarblað og skar á slagæðina á úlnliðnum. Faðn hennar kom lieim i sömu svifum, hringdi í sjúkrabíl, og telpan var flutt í sjúkra- hús. Sjálfsmorðstilraunir hafa sjaldan gsef11 í för með sér, en hér tókst betur til on á horfðist. Myléne skýrði einum af lækU' um sjúkrahússins frá sjónskekkju sinni, og hann fékk hana til að láta skera upp augun. Aðgerðin var kvalafull, og telpan varð að dveljast liálft ár i sjúkrahúsinu- Hún lét það ekki á sig fá. Þegar hún kom af spítalanum, var hun nákvæmlega eins tileygð og áður! En nu brá svo við, að henni fór það ágdetlegu-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.