Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 14
10 samtíðin vökunætur. Hann gekk rakleitt að skrif- borðinu, dró út skúffu og blaðaði stund- arkorn í skjölum. Svo ýtti hann gler- augunum upp á ennið og kinkaði bros- andi kolli til Manders. „Stendur heima,“ sagði hann, „hús- gögnin eru hingað komin og þar af leið- andi í vörzlum okkar. Konan þín hefur litið á þau og meira að segja váti'yggt þau hátt, meðan þau verða hér!“ „Það var henni líkt,“ anzaði Maders glaður i bragði. „Hún er forsjálnin sjálf, þegar því er að skipta.“ Að svo rnæltu bjóst hann til að fara, þvi að hálft i livoru fannst honum liann vera að kafna niðri i þessu svartholi. „Þú ferð nú ekki svo, að við skálum ekki fyrir gömlum kynnum — og for- sjálni þinnar ágætu konu,“ sagði vöku- maðurinn, brosti kankvislega til Maders og seildist eftir flösku og glösum upp í lítinn skáp ofan við skrifborðsræfilinn. „Ég á hér slatta í flösku af ósviknum skota,“ bætti liann við og drap tittlinga framan i arkitektinn. „Nei, góði, nú þarf ég að hraða mér heim, enda komin nótt,“ anzaði Maders óþolinmóður. „Æ, vertu ekki með þennan asa,“ drundi i drykkjumanninum. „Lengur verð ég að dúsa liér — í alla liðlanga nótt. Þú ferð nú varla að neita mér um stundarfjórðungs samveru svona undir nóttina, þar sem ég á meðal annars að vaka yfir húsgögnunum ykkar.“ Þessar fortölur hrifu. Og enda þótt Maders fyndist hann einna helzt vera staddur niðri i kafhát á regindýpi og að lionum steðjaði sannkölluð innilokunar- kennd, settist liann niður, og þeir Lien- art skáluðu fyrir fornum kynnum. „Segðu mér, Lienart,“ sagði Maders, þegar viskíið tók að ylja lionum fyrir brjósti. „Siturðu að jafnaði niðri i þessu svartholi, þegar þú vakir hér í húsinu?“ „Sei-sei-nei. Ég hef mínar aðalbæki- stöðvár uppi á yfirhorði jarðar. En hér niðri er alls ekki sem verst að kyrra á hráslagalegum vetrarnóttum, þvi hér við ofninn er hlýtt og notalegt. Ég fór nú hingað með þig einungis til að gefa þér bragð, þvi skotann hafði ég falið hérna niðri. Aftur á móti var það ein- tóm tilviljun, að ég hafði farið liingað niður með pappírana yfir húsgögnin ykkar.“ Þeir tæmdu glösin, og Lienart liellti i þau á ný, enn ríflegar en áður. Hann andvarpaði af vellíðan, þegar hin sterka veig var farin að lilýja honurn fyrir brjóstinu og fór að rifja upp fortiðina, eins og gömlum niönnum er títt. En Maders gerðist nú órólegur og þráði það heitast að komast sem allra fyrst aftur upp á yfirborð jarðar. UmhverfiÖ vakti honum einhverja dularfulla ógn, sem honum var um megn að gera ser grein fyrir. En liin meðfædda franska kurteisi varð ógleðinni yfirsterkari. Sízt vildi liann hryggja gestgjafa sinn. Hann hældi þvi niður órósemi sina, sat graf- kyrr og hlustaði á endurminningar vöku- mannsins. Áður en varði, lireifst hann af mælsku Lienarts og tók sjálfur að leggja orð í belg. Þeir tæmdu þriðja glasið, röbbuðu enn saman stundarkorn, en því næst reis Maders á fætur og bjóst til heimferðar. Lienart setti flöskuna og glösin aftur upp í skápinn og gekk því næst að dyr- unum. En þegar hann greip um niáhn- húninn á hurðinni, kom undarlegur svipur á andlit hans. Andartak starði hann á stálhurðina. Svo lagði hann lóf" ann á hana og hleypti hrúnum. Maders gekk einnig að hurðinni °£ snerti hana. „Stálið er volgt!“ sagði hann. „Ekki ber á öðru,“ anzaði vökumað- urinn.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.