Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 CjeiLriini clrijlljumanni/ní reijncliit Láilafecj HtíkAettur í GLÓANDI NEÐANJARÐARBYRGI HENRI MADERS arkitekt átti heima i S1nábæ á suðurströnd Frakklands. Ivvöld eitt, er hann var í þann veginn að halda heim af skrifstofunni, fékk hann skilaboð H'á Lucienne, konu sinni, um að koma V)ð i stóru vöruhúsi niðri undir höfn og þar á húsgögn. Lengri voru skilaboðin ekki, en Maders skildi þau undir eins. Hér var um að ræða húsgögn, sem kona hans liafði nýlega ei'ft eftir föður sinn. Þau voru sýnilega al- veg nýkomin til bæjarins, en kona hans Hafði samið við gamla vöruhúsið um að veita þeim viðtöku og gott ef ekki selja bau fyrir sig. Svo vildi hún, að hann lili á þau. Maders hlýnaði um hjartaræturnar, þegar hann fékk þessi skilaboð. Á leið- öini niður til vöruhússins blístraði hann nýtt dægurlag, sem um þessar mundir var a hvers manns vörum, ekki aðeins þarna 1 sniábænum, heldur einnig um gervalll hnakkland, enda sungið á plötu af Tino ^ossi sjálfum. Letta liafði verið ágætur dagur. Maders hafði fengið staðfestingu á því, að bygg- 'ngarnefndin hefði samþykkt að lála ^yggja væntanlega sorpeyðingarstöð bæj- arins eftir uppdrætti hans. Það mundi glaðna yfir konu lians, þegar hún fengi þær fréttir. Hann hlakkaði til að segja henni þær við kvöldverðarborðið. Henri Maders var hálffertugur. Hann var fremur grannvaxinn og vöðvastæltur, ^nda hafði hann iðkað íþróttir frá hlautu Jai'nsbeini að kalla. Sízt grunaði hann á þessari meðlætisstund, að í kvöld myndi 'ann eiga íþróttaþjálfuninni lif sitt að *auna. Fyrrnefnt vöruhús var eitl af stærstu liúsum bæjarins, 6 hæðir, með geysimikl- um múrbundnum bjálkum og timbur- gólfum og stigum. Húsið var komið lil ára sinna, enda ekki á marga fiska frá arkítektónsku sjónarmiði. Það yrði mikil landhreinsun, þegar það brynni, hugsaði Maders húsameistari, er hann lagði bíln- um sínum skamml frá liúsinu. Maders virtist vera einum of seinn þetla kvöld. Mvrkur var í öllum gluggum vöru- hússins, og hlerar höfðu þegar verið sett- ir fvrir neðstu gluggana. Allir virtust vera farnir úr húsinu, enda var orðið býsna framorðið. Maders var í þann veg- inn að hverfa frá húsinu, þegar hann sá, hvar roskinn maður kom þrammandi eft- ir götunni og stefndi þangað. Það var vökumaður hússins, Michel gamli Lien- art, sómakarl á marga lund, en drykk- felldur í meira lagi. Þeir lieilsuðust kumpánlega, enda gam- alkunnugir. Maders gat um erindi sitt, og Lienart lét líklega yfir því, að hann gæti haft upp á húsgögnunum, ef hann leitaði vel. Síðan bauð hann Maders að koma með sér. Þeir hurfu inn í húsið og gengu fyrst eftir löngum, sóðalegum kjallaragangi. Því næst fóru þeir niður brattan stiga, fetuðu sig síðan eftir stutt- um göngum og lcomu að lokum inn í litinn klefa með stálhurð fyrir. Kompa þessi minnti i fljótu hragði einna helzt á miðstöðvarklefa. Par var molluhiti og megnt loftleysi, enda virtist klefinn hilaður með einlivers konar olíukynd- ingu. Ilann var óvistlegur, en þar stóð skrifljorðsgarmur Lienarts, svo að þetta hlaut að vera bækistöð lians um langar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.