Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.02.1961, Blaðsíða 8
4 samtíðin TIL LESENDA OKKAR 4 Við bjóðam velkomna marga nýja áskrifendur síðan um áramót. 4 Við munum leggja áherzlu á að fjölga skopsögum blaðsins og auka ann- að skemmtiefni og bgrjum á nýjum skop- sögudálki, er nefnist ÁSTAGRlN. 4 Þegar kemur fram á árið, bgrjum við að birta SANNAR ÁSTASÖGUR, eins og lífið sjálft hefur samið þær, og vinsæld- ir þeirra munu ekki bregðast. 4 Þrátt fgrir aukinn útgáfukostnað verður hið lága árgjald blaðsins, 65 kr., óbreytt. Það fellur í gjalddaga 1. febrúar. Vinsamlegast sendið það nú þegar í póst- ávísun eða ábyrgðarbréfi. Utanáskrift: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Reykjavík. — Bókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8 veitir áskriftargjöldum viðtöku. 4 Sendið SAMTÍÐINNI marga nýja áskrifendur á þessu ári. Þið gerið vinum yðar greiða með því að kynna þeim jafn fjölbreytt og ódýrt heimilisblað, sem birt- ir efni við allra hæfi. 4 Gerum 1961 að metári í útbreiðslu SAMTlÐARINNAR. Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes, Laugavegi 30. — Sími 19209. Trúlofunarhringir, 14 og 18 karata. Steinhringar. GuIImen. IEIZTU ^ • -----------------f--------- 1. Hver orti: „Ó, fögur er vor fóstur- jörð“? 2. Hvenær árs hrafnar halda þing? 3. Hver hefur átt lengst sæti á Alþingi allra íslendinga? 4. Hvaða land er nefnt: Land hinna þúsund eyja? 5. Hvaða land er kallað: Þúsund vatna landið? Svörin eru á bls. 32. 2)ruuma RAÐ N IN GAR • DÓTTIR. Dreymi þig dauða dóttur þinnar, veit það á, að hún giftist vel. • FISKASAFN. Sjáir þú fiskasafn (aquarium) með mörgum fiskum 1 draumi, veit það á, að þér mun veitast gnægð tækifæra. Verra er, ef engir fiskar eru í búrinu. Þá veit það á, að þér er ráð- legast að hætta við fyrirætlanir þínar, nema ráð traustra manna komi þar til- • BANJÓ. Að dreyma þetta liljóðfæri veit á gleði. Sé leikið á það fjörugt lag, merkir það góða framtíð. Aftur á móti veit það á sorg, ef spilað er dapurlegt lag á banjóið. • FORNGRIPIR. Dreymi þig forn- gripi, sem hægt er að bera, hoðar það þer hagstæð viðskipti. Að þykjast eiga forn- gripi veit á auðlegð. • TYGGIGÚMMÍ. Dreymi þig tyggi' gúmmí, veit það á, að leti þín mun valda þér miklum vandræðum. önnumst allar myndatökur bæði á stofu og í heimahúsuni. STUDIO Laugavegi 30. Sími 19-8-49.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.