Samtíðin - 01.10.1961, Side 15
SAMTlÐIN
11
brauðsdögunum í Carlisle, skoðuðum
klaustur og kirkjur, en fórum ekki á
neinn dansleik.
Okkur hefur farnast prýðilega. Við höf-
um nú verið gift í 17 ár og eigum fjögur
börn. Hjónaband okkar liefur verið mjög
farsælt. Ég á sjálf orðið bíl, og aldrei ór-
aði mig fyrir, að ég mundi eignast hann.
Af May, fyrrverandi vinkonu mannsins
míns, er það að segja, að hún giftist lög-
fræðingi, og þau eiga líka fjögur börn.
Það vill svo til, að elztu synir okkar eru
bekkjarbræður í 1. bekk gagnfræðaskóla.
2)rauma RÁÐ N I N GAR
• BLÁR LITUR. Það veit á frið og
ró að dreyma bláan lit. Hann er sjúkum
fyrir bata og ógiftum fyrir giftingu.
• HRESSINGARHÆLI. Það merkir,
að þú komist úr einhverri klípu, ef þig
dreymir, að þú leitar vistar í hressingar-
hæli.
• GULLHAMRAR. Ef þér eru slegn-
ir gullhamrar i draumi, merkir það, að
þú skalt treysta orðum vina þinna var-
lega. Varastu þá, er hrósa þér hástöf-
um í draumi.
• FJÖLKVÆNI. Dreymi þig það,
veit það á, að þú átt að bæta ráð þitt og
hætta ósiðlegu líferni.
• FLESK. Steikt flesk veit á efna-
hagslegt tjón og áhyggjur, en að neyta
þess boðar mikla líkamlega hreysti.
Maður nokkur var ráðinn til að tæma
stöðumæla. Þegar hann var búinn að
tæma í viku, hvarf hann og kom ekki
aftur fgrr en eftir 6 daga.
„Þú hvarfst bara daginn, sem þú átt-
ir að fá kaupið þitt,“ sagði skrifstofu-
stjórinn.
„Átti ég líka að fá kaup?“ spurði tæm-
ingamaðurinn alveg forviða.
-— SAGT------------------------
______-----------ER;
að fallegir fætur séu aðaltromp fyrirsæt-
unnar.
♦
að leyndarmál séu fréttir, sem við segj-
um bara einum manni í einu.
♦
að æskan sé það tímabil ævinnar, þegar
kvenfólkið segir ýmist já eða nei.
♦
að svartsýnn maður sjái aðeins götin á
ostinum.
♦
að kvenfólk sé aðlaðandi um tvítugt, at-
liugult um þrítugt og ómótstæðilegt
um fertugt.
208. KROSSGÁTA
Lárétrt: 1 Svívirðingin, 7 innihaldslaus, 8 dúk-
ur, 9 viðskipti, 10 fiskur, 11 fiskur, 13 skyld-
leiki, 14 viðureign, 15 karlmannsnafn, 16 ó-
sjaldan, 17 áhald.
Lóðrétt: 1 Hræðsla, 2 eyða, 3 hljóm, 4 lak-
lega, 5 árheiti, 6 tveir eins, 10 samúð, 11 þokar
áfram, 12 hafði eignarhald á, 13 heiður, 14
kraftur, 15 tveir fyrstir í röð, 16 meir en góðu
hófi gegnir.
Ráðningin er á bls. 32.