Samtíðin - 01.10.1961, Page 22

Samtíðin - 01.10.1961, Page 22
18 SAMTÍÐIN Að öðru leyti skyldu erfingjar hússins skipta jafnt milli sín þeim peningum, sem gamli maðurinn kynni að láta eftir sig. En einn góðan veðurdag bar svo við, að tveir af erfingjum gamla mannsins komust í klandur. Það var eitthvað við- víkjandi nafnafölsun í sambandi við ó- löglegt bílabrask. Nokkuð var það, að báðir voru mennirnir stimplaðir svartir sauðir af almenningsálitinu. Ef til vill var það aðeins samkvæmt reglunni: „Steli ég litlu“ o. s. frv. ? En bvað um það. Forn- salinn var heiðarleikakarl af gamla skólanum og vildi fyrir enga muni, að eignir sinar lentu í böndum óreiðu- manna. Hann strikaði því óðara yfir nöfn þessara tveggja manna á erfða- skránni. Sátu J)eir nú eftir með sárt enn- ið án þess að fá nokkuð að gert, enda stóðu þeir í bili höllum fæti. Þetta voru mennirnir, sem endur fyrir löngu böfðu vikið góðu að gamla manninum. Eftir voru því aðeins á erfðaskránni nöfn húsamálarans og hins trygga viðskipta- vinar fornsalans. Fornsalinn var nú tekinn fast að eld- ast. Hann nálgaðist áttrætt. Bankainn- stæða bans minnkaði jafnt og þétt, enda dýrtíð i landi og ellilífeyrir óhækkaður. þegar hér var komið sögu. Erfingjar karlsins heimsóttu bann oft og skegg- ræddu við hann. Þeir voru orðnir hund- leiðir að bíða þess, að hann hrykki upp af. Einnig dauðleiddist þeim hið sífellda suð karlsins um þessa ögn, sem hann mundi Uklega láta eftir sig. En þeir þorðu ekki einu sinni að yppta öxlum yfir þessu, hvað þá meira, til að styggja ekki gamla manninn. Hús hans hækkaði nú óðum í verði vegna sífelldra gengislækk- ana, og erfingjarnir brunnu í skinninu að eignast það, enda stóð það á verð- mætri lóð í miðbænum. Þeir voru sjálf- ir teknir nokkuð að eldast, en þeir hugg- uðu sig við, að fornsalinn hlyti að fara að kveðja þennan heim. Húsamálarinn hlakkaði mjög til að eignast sinn hluta af liúseign gamla mannsins. Hann gerþekkti húsið eftir að hafa málað það oft og mörgum sinn- um. Málarinn hafði efnazt vel í stríðinu, var sjálfur löngu hættur að sitja klof- vega á húsamænum með málningardollu við hlið sér. Nú sat hann prúðhúinn í nýjum bíl, horfði úr fjarlægð á lianda- verk starfsmanna sinna og leit öðru hverju i Alþýðublaðið, meðan hann var að bíða eftir uppmælingamanninum. Allt í einu hrökk hann við. Snöggir kippir fóru um andlit lians, en brátt Ijómaði það af óvæntum fögnuði. Með- al dánarauglýsinga blaðsins blasti við nafn meðerl'ingja hans að húsi fornsal- ans. Skyldi hann hafa látizt úr slagi? Gott var að fara þannig. Meira að segja stundum gott fyrir þá, sem eftir lifðu. Málarinn kveikti sér í vindli og hugs- aði sitt ráð. Bezt var að fara að öllu með gát, enda lá ekkert á. Nú væri nafn hans eitt eftir á erfðaskránni. Varla færi karlinn að rjúka til og breyta henni úr Jæssu, að öðru leyti en því að gera hann að einkaerfingja sínum. Það var laugardagur i dag. „Laugardagur til lukku“, hugsaði málarinn og tottaði vindilinn ánægjulega. En HEIMA hjá gamla fornsalanum var allt í uppnámi. Gamli viðskiptavin- urinn, sem fornsalinn hafði ánafnað helming eigna sinna eftir sipn dag, hafði að undanförnu heimsótt hann á hverju kvöldi — til að rægja húsamálarann! Hann hafði í fyrstu fa.rið hægt í sakirnar, en sigið á jafnt og þétt. Seinast hafði hann fullyrt, að málarinn hlvti að vera ótíndur jiorpari! Og nú væri hann stein- hættur að ldína farfa á fúna glugga og ryðgað bárujárn. Nú æki hann bara i

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.