Samtíðin - 01.10.1961, Síða 25
SAMTÍÐIN
21
maðurinn fram úr rúminu. Hann opnaði
alla glugga á íbúðinni, livolfdi peninga-
seðlunum úr töskunni, dreifði þeim um
öll herbergi liússins og kveikti síðan i
þeim. Að þvi loknu staulaðist hann upp
í rúm og breiddi upp yfir höfuð.
SLÖKKVILIÐ bæjarins var viðbragðs-
fljótt þennan laugardag. Málarameistar-
inn hafði ekið framhjá húsi fornsalans,
séð, að þar var eldur laus og hringt í of-
boði á slökkvistöðina. Stuttu síðar spúðu
hinar kraftmiklu dælur óhemju vatns-
magni inn um glugga gamla hússins. Með
snarræði tókst að hjarga eiganda þess
ósködduðum úr eldinum. Hann var þeg-
ar fluttur í sjúkrahús, liresstist hrátt og
komst, læknunum til mikillar undrunar,
til sæmilegrar heilsu.
En hús hans gereyðilagðist af völdum
elds og vatns. Það var því ekki nóg með,
að málarinn missti alla arfsvon sína
þennan laugardag, heldur varð forn-
salinn sjálfur alger öreigi. Og nokkrum
árum seinna andaðist hann á elliheimili,
eins og áður er getið.
VERIÐ VAR að kvikmynda sögu enskra
afbrotamanna. Eitt atriðið var knatt-
spyrnukappleikur fanga á velli fyrir ut-
an tugthús. Allt í einu kallaði kvikmynda-
tökumaðurinn:
„Það eru 12 fangar í hvoru kappliði.
Þetta er ólöglegt!“
„Við vitum það vel,“ anzaði einn af
föngunum, „en við erum alltaf að brjóta
lögin. Af því erum við hér!“
„ÞÚ ÆTTIR að fara að setjast hér að
og taka þér konu,“ sagði faðir við son
sinn, sem lengi hafði verið á flakki er-
lendis.
„Og af hverjum á ég að taka hana?“
spurði sonurinn.
FAÐIR nokkur vildi ganga úr skugga
um lærdóm sonar síns og spurði hann:
„Hvaða menn eru frægir i mannkyns-
sögunni?“
„Alexander mikli, Napóleon mikli,
kennari minn og ég,“ svaraði pilturinn.
„Hvernig stendur á því, að kennarinn
og þú skuli vera orðnir frægir i sög-
unni???“
„Það hlýtur að vera, því strax eftir
landafræðiprófið i fyrradag sagði kenn-
arinn við mig: „Nú förum við í mann-
kynssöguna.“ “
EKKJUMAÐUR ákvað að geyma aðeins
einn hatt af höttum nýlátinnar konu sinn-
ar til minningar um hana. Hatturinn var
látinn á efstu hillu í glerskáp.
Þegar maðurinn missti næstu konu
sína, hirti hann aðeins sparihatt hennar
og setti hann hjá hinum hattinum.
Þar kom, að maðurinn kvæntist í þriðja
sinn. Þegar hann sýndi nýju frúnni hatt-
ana, varð henni að orði:
„Ágætt, en það ætla ég að láta þig vita,
að næsti hatturinn verður af þér, en ekki
mér!“
UNG FRU kom þjótandi inn í lögreglu-
stöð.
„Það var hrotizt inn í íbúðina okkar á
föstudagsnóttina,“ sagði hún, „og stolið
dýrindis perlufesti frá mér. Allt er á tjá
og tundri í íbúðinni, allar skúffur opnar
og tauið í svefnherbergisskápnum út um
allt.“
„Og þetta tilkynnið þér okkur fyrst eft-
ir fjóra daga!“ sagði lögreglan.
„Það er af því, að ég saknaði ekki perlu-
festarinnar fyr en áðan. Ég hélt bara, að
maðurinn minn hefði verið að leita sér
að hreinni skyrtu.“
GÓÐUR MÁNUÐUR byrjar með því að ger-
ast áskrifandi að SAMTÍÐinni.