Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 7
blað 31. árg, IMr. 307 Nóvember 1964 SAMTfÐIN HEIIVIILISBLAÐ TIL SKEMMTUIMAR 0G FRÓÐLEIKS SAMTíÐIN kemur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður ^kulason, Reykjavík, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 95 kr. (erlendis 10o kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt móttaka í Rókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan lif. SKÁLDIN VÖKIU TRÚNA Á LANDIÐ í ÞESSU blaði hefst nýr þáttur, sem nefnist: SÍGILDAR NÁTTÚRULÝSIN GAR ÚR ÍS- LENZKUM KVEÐSKAP. Hann verður ekki fyr- "■ferðarmikill, en við ætlum, að þar verði ná- 'ega hver setning gullvæg. Sú var tíðin, að Ifúin á hið fagra og stórfenglega land, sem við Lyggjum, var harla veik. Óbyggðir þess voru þá h’tt kunnar, og mönnum stóð ógn af þeim. Þá hófu ættjarðarskáldin upp raust sína og tóku að vegsama landið. Þeim tókst að opna augu tandsins barna fyrir fegurð þess og tign. Þau gáfu þjóðinni trúna á landið. Einn af mestu orðsnillingum þessarar aldar, Sera Kjartan Helgason, hefur lýst þessu svo aðdáanlega, að við getum ekki stillt °hkur um að taka hér upp ummæli hans: >,Jónas Hallgrímsson og þeir Fjölnismenn- •rnir voru teknir til starfa á undan Jóni Sig- urðssyni. Munið þið, hvernig tímaritið þeirra, Ljölnir, hóf göngu sína? Þegar fyrsta hefti þess nts barst til íslands, mun mörgum hafa orðið starsýnt á fyrstu blaðsíðuna. Þar stóð kvæði, Se,n ekki hafði sézt fyrr, kvæðið „ísland far- sældafrón.“ Mér er alltaf að skiljast það betur °g betur, hver feikna áhrif þetta eina kvæði kann að hafa haft, og ef til vill allra mest fyrstu °rð kvæðisins. Það var djarft að kalla landið °kkar farsældafrón á þ e li m t í m a, þegar flest var þar í niðurníðslu. Umbótatilraunirn- ar> sem við og við höfðu verið gerðar, t. d. á döguni Skúla Magnússonar, sýndust flestar hafa farið í strand. Þjóðin sat í hálfgerðri eymd og 'olaeSi og sá ekki önnur ráð en að „lifa og deyja upp á kóngsins náð.“ Danir yrðu að halda í okkur lífinu, ef við ættum að lifa; allur þorri nianna vonlítill og trúlítill á nokkra við- reisn fyrir þjóðina. Hvílíkt hugrekki þurfti þá ekki til að slengja þessari fjarstæðu framan í fólkið: ísland — farsældarland, hagsældarland? — En kvæðið, sem byrjaði á þessu öfugmæli, breiddist samt út — þó að vitlaust væri. Þessi vitleysa var einhvern veginn svo falleg, að menn gátu ekki annað en lært hana. Eftir nokkur ár kunnu menn þetta kvæði um þvert og endilangt ísland. Og svo er enn í dag, að hvert barnið lærir það. — Það er sannfæring mín, að þetta eina orð — fyrsta orðið á fyrstu blaðsíðunni í Fjölni — hafi valdið reglulegri byltingu í hugum manna á íslandi — án þess að þeir vissu. Þeir tóku bara við kvæðinu bros- andi og léku sér við að læra það, léku sér að því eins og fallegu barnagulli. En — það gróf um sig í huganum. Áður en menn vissu af, voru þeir farnir að trúa því, að þetta væri sannleikur: Island væri eða gæti verið, farsældarland. Og nú er það orðin bjargföst sannfæring flestra fslendinga. Þetta spámanns- orð Jónasar, sem í fyrstu leit út eins og arg- asta öfugmæli, hefur haldið sigurför inn á hvert heimili í landinu, ekki með neinum há- vaða né gauragangi, heldur hægt og hljóðlega, á sinn hátt ekki ósvipað því, þegar lipur manns- hönd leggur fræ í mold á vordegi, og fræið vex og ber ávöxt. Það er undravert, hverju eitt snjallt orð fær áorkað, er flýgur mann frá manni . . . Til þess að tala svo, að börnin skilji, þarf ævinlega snillinga“ (Bræðramál bls. 260—61). VIÐ vonum, að sú dugmikla kynslóð, sem leit- ar sér árlega unaðar í náttúruskoðun hér á landi, kunni einnig að meta þá ánægju, sem felst í að rifja upp SÍGILDAR NÁTTÚRULÝS- INGAR ÚR ÍSLENZKUM KVEÐSKAP og festa sér þær í minni. Fátt er dýrmætara.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.