Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 Kálfakóteletlurnar eru steiktar eins og venjulega, en án þess að þeim sé velt upp úr eggi og raspi. Síðan er þeim rað- að á fat og tómatsósunni því næst hellt yfir þær. Tómatsósa með rjóma er búin þannig til: 500 g tómatar, salt og sykur eftir vild, 100 g rjómi og 2 greinar af steinselju. Skerið tómatana í 4 parta. Setjið þá í skaftpott með 3—4 msk. af vatni ásarnt sykri og salti. Látið suðu koma upp á þeim. Látið þá síðan krauma i % klst. við lítinn hita og lirærið í öðru hverju. Kætið þá hakkaðri steinseljunni út í og látið sjóða 5 mín. í viðbót. Síið þelta þvi næst og látið það svo sjóða í 1 mín- utu. Þá er rjómanum bætt út í og hrært vel í, en varast skal að láta sjóða. Látið sósuna undir eins i skál. Hún er mjög liúí'feng með spaghetti, hrísgrjónum og núðlum. Raspaður ostur er þá borinn nieð lienni. Pvjjóti tt ttt i/ii síum' Lykkjufj. d. m. 4. ★ 1. 1. umf. 2 r. 2 br. * 3 r. 1 br. ★ , endurt. frá ★—★ 2 r. 2. umf. 1 br. ★ 1 r. 1 br. ★ endurt. frá ★—★. Þessar 2 umf. endurt. Ungfrúin: „Haldið þér, að örið sjáist, lælmir?“ „Það er mí alveg undir yður sjálfri komið.“ manna NAPÓLEON I, keisari Frakka, (1769—1821) sagði i óráði: „Frakkland, herinn, Jósefína." ANDREAS HOFER, frelsishetja Tíróla, (1767 —1810) mælti þessi orS á aftökusta'ðnum, þar sem hann var skotinn: „Vertu sæl, fyrirlitlega veröld!" HORATIO NELSON, enskur aSmíráll, (1758 —1805) mælti særSur til ólífis í sjóorustunni viS Trafalgar, er lionum var skýrt frá því, aS floli lians hefSi unniS sigur og tekið 15 frönsk her- skip: „Ég var að vona, að okkur tækist að taka að minnsta kosti 20. Gerið allt, sem í ykkar valdi stendur til að gersigra Frakka. Og svo var það annað: Ég er alveg að deyja. Ég vil ekki, að líki mínu sé varpað í hafið. Flytjið það til Englands. Ég þakka Guði, að ég skuli hafa getað gert skyldu mína.“ CAMILLE COROT, franskur listmálari, (1796 —1875) sagði: „Sjáðu, hvað það er fallegt! Aldrei hef ég séð jafn dásamlegt landslag.“ THOMAS CARLYLE, skozkur sagnfræðingur, (1795—1881) sagði: „Svona er þá dauðinn. Gott og vel ...“ FJODOR DOSTOJEVSKY, rússneskt skáld, (1821—81) sagði við konu sína: „Stundin er komin, ég á að deyja.“ LEO TOLSTOJ, rússneskt skáld, (1828—1910) mælti: „Serge, ég elska sannleikann ... mikið . .. ég elska sannleikann." JÓSEF GOEBBELS, þýzkur nazistaráðlierra, (1896—1945) sagði við þjón sinn, áður en hann réð sér bana með skammbyssu: „Nú er úti um allt. Við hjónin ætlum að ráða okkur bana. Þér brennið lík okkar. Getið þér gert það?“ Þegar því var svarað játandi, bætti hann við: „Hér er gjöf handa yður.“ Og rétti lionum ljósmynd af Hitler. ^ SÉRHVERT heimili þarfnast fjölbreytts og skemmtilegs heimilisblaðs. SAMTÍÐIN veit- ir lesendum sínum þá þjónustu. ^ MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI und- ir eins bústaðaskipti til að forðast vanskil.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.