Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN Idæði mig þannig, að mér líði vel, en ekki til að vekja kynhvatir hjá karl- mönnum." Bólur og fílapenslar GUJA skrifar mér og hiður mig um ráð við bólum og fílapenslum, en bannar mér að birta bréfið. SVAR: Afsakaðu, Guja mín, að dreg- izt liefur að svara bréfi þínu, af því að önnur voru á undan. Bólurnar á þér stafa af þvi, að þú ert að byrja að þrosk- ast líkamlega, en ættu þó alls ekki að vera til. Til þess að losna við þær þarftu að neyta hollrar fæðu, helzt mikils græn- metis og ávaxta á hverjum degi, en minna af feitmeti, kjöti og fiski. Sólböð eru einnig holl, en nú er enginn kostur á þeim að sinni. Heit böð og einkum svitaböð eru nauðsynleg. Þú mátt ekki búast við, að þetta læknist í skjótri svipan, en það lagast með timanum. — Þín Freyja. Hrædd við að segja mömrnu LÚLLA skrifar: Elsku Freyja. Geturðu ekki hjálpað mér? Ég er ófrisk, og það eru tveir mánuðir, síðan ég vissi það, en ég hef ekki þorað að segja mömmu frá því. Ég er einkabarn, og mannna er ekkja. Hún bindur mildar vonir við mig, og okkur kemur mjög vel saman. Ég er enn í skóla, og — ég þori ekki að segja mönnnu eins og er. Ég botna bara ekkert í, að svona skyldi fara. Pilturinn, sem á barnið, Iiitti mig á skemmtun, og á eftir gerðist þetta. Ég veit ekki einu sinni, hvað hann heitir, og við verðum áreiðan- lega aldrei hjón. Ó, ég veil ekki, livað ég á að gera. Mér líður alveg voðalega illa. Góða, gefðu mér ráð. SVAR: Þú skalt undir eins segja mömmu þinni, hvernig komið er. Ef hún skyldi reiðast þér, verðurðu að vera við Nýjasta Parísargreiðsla. þvi búin. Annars gæli ég bezt trúað, að hún tæki þessu rólega, þegar hún sér, live illa þér líður. Ég vona, að ykkm' semji vel. — Þín Freyja. -jfc- Harðar og rauðar hendur FRÚ ALDA skrifar og biður mig uni ráð við hörðum og rauðum liöndum. SVAR: Hér eru liollar æfingar, sem þú skalt gera nokkrum sinnum á dag: Réttu handleggina beint fram, láttu hendurnar hanga máttlausar frá úlflið- um og hristu þær síðan nokkur andar- tök. Haltu höndunum beint upp frá oln- bogum og bristu þær alveg á sama liátt. Kjörréttur mánaðarins Hráit gulrófu- og eplasalat í ólíven- olíu. Kálfakótelettur með tómatsósu. ■— 3 stórar gulrætur eru rifnar ásamt 1—^ eplum. 3 msk. af ólívenolíu og % msk. af eplaediki er hrært vel saman í skál og grænmetið síðan selt út i. Borðist á und- an aðalrétlinum með heilhveitibrauði eða hrökkbrauði.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.