Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 18
14
SAMTÍÐIN
Það var orðið svo rölckvað, að ég
greindi aðeins útlínurnar á andliti lians
glöggt. Rödd lians var orðin svo lág og
óskýr, að ég varð að halla mér að hon-
um til að heyra, hvað hann sagði:
„Þá hrosti hann! Já, Schlosser liðsfor-
ingi brosti, þar sem hann lá á hægri
kinninni, og hann reyndi að líta á mig,
um leið og liann sagði: „Þú ert enginn
liermaður, Vetter. Þú liefðir alveg gefizt
upp fyrir löngu, ef ég liefði ekki stappað
í þig stálinu. Guð fyrirgefi þér, drengur
minn.“ Meira sagði hann ekki, því það
fóru kippir um liann allan, og augu hans
lokuðust fyrir fullt og allt.“
Hann þagnaði drykklanga stund. Svo
tók hann aftur til máls, og það var tregi
i röddinni:
„Hann hafði á réttu að standa, liðsfor-
inginn. Ég var bleyða og flýði. Ég gerðist
liðlilaujji, eins og það er kallað, og lenti
í fangabúðum lijá Frökkum, skiljið þér.
Svo var mér skilað eftir stríðið, en þá
var ég löngu orðinn hrotinn maður. Ég
var ekkert, eftir að Schlosser dó. Ég gjör-
hreyttist við það, er hann leit á mig deyj-
andi, morðingja sinn, og brosti. Það fór
alveg með mig. Þá skildi ég loks, að alll,
sem hann liafði sagt við mig, hafði verið
dulbúin velvild. Ég hafði myrt eina
manninn, sem hefði getað gert mig að
manni í lífinu.
Hann hagræddi sér á belcknum og lyfti
liöfði. Tröllpínd augu hans mændu á
marmarakrossinn.
„Eftir stríðið mistókst allt hjá mér,“
sagði hann. „Ég undi mér ekki við neitt
starf til lengdar. Mér varð ekkert fast
við hendur, því ég áleit það skjddu mina
að gefa allt, sem ég mátti missa, til guðs-
þakka til að reyna að bæta fyrir brot
mitt. En það stoðaði lítið. Svo fór fyrir
mér eins og öðrum afbrotamönnum, að
ég hafði ekkert viðþol fyrir löngun til að
koma hingað, til að vitja staðarins, þar
sem ég liafði framið glæpinn. Og þá sá
ég þetta minnismerki. Ég veit, að það er
minnismerki óþekkta, þýzka liermanns-
ins, reist til minningar um alla þá Þjóð-
verja, sem létu lífið liér við Verdun. En
mér hefur alltaf fundizt það vera minn-
ismerki um Schlosser liðsforingja, veg-
legt minnismerki, sem þeir liafi reist
honum einum.“
Hann hrölti á fætur, skjögraði að kross-
inum og hallaði sér upp að honum.
„Þetta minnismerki er líka i stíl við
hann; stórt, traust og hart! Ég kem liing-
að alltaf 3. septemher, daginn, sem ég
skaut liann. Ég vildi óska, að ég gæti
hætt þessum pilagrímsförum liingað, en
ég get það ekki. Ég verð að koma hing-
að!“
Hann liallaði höfðinu að köldum mar-
maranum og rýndi í áletrunina, eins og
liann væri að reyna að lesa stafina:
Hvílið í friði.
ÉG SKAUT þrem skotum á liann, þai'
sem hann hallaðist upp að minnismerk-
inu. Einu fyrir það, að hann hafði skotið
mig, öðru fyrir allar þjáningarnar, sem
ég hafði orðið að þola í hermannsjúkra-
húsinu og því þriðja fvrir það, að hann
liafði kennt mér að liata.
„Nú þarftu eklci að gera þér ferð liing-
að framar, dáti,“ sagði ég lágt. „Þú varst
ekki einungis lélegur liermaður, lieldur
lika lélegur morðingi. — Og þú varst
sannarlega ekki eini maðurinn, sem glat-
aðir fyrra innræti þínu og gerbreyttist á
skapsmunum 3. september 1916!“
Það var allt í einu komið dauft tungls-
ljós. Ég fór frá honum, áður en hann
gaf upp andann í skugga minnismerkis-
ins, sem hann hafði helgað mér einum.
GÓÐUR mánuður byrjar á því að gerast á'
skrifandi að SAMTÍÐINNI.