Samtíðin - 01.11.1964, Page 8

Samtíðin - 01.11.1964, Page 8
4 SAMTÍÐIN SÍGILDAR NÁTTÚRULÝSINGAR úr ísienzkum kveöskap Sumarmorgunn í Ásbyrgi Heiðanes skaga ó hendur tvœr, háfjöll í suðrinu rísa. Norðrið er opið, þar Ægir hlœr, auðugur, djúpur og sandana slœr. Gráblikur yzt fyrir landi lýsa, líkast sem bjarmi á ísa. Fangamark árinnar, band við band, blikar í sveitina grafið. Starengi blakta við blakkan sand, bœina hillir í óskanna land. Flaumur og sund — allt er sumri vafið, syngur — og leiðist í hafið. Einar Benediktsson 1. Að búa í básinn fyrir sig. 2. Að bakbíta einhvern. 3. Að skolla við einhverjum. 4. Að steypa dása. 5. Að vera með hýrri há. Svörin eru á bls. 7. Hefurðu ll ? INlei takk AMERfSKUR drengur fór í fyrsta sinn einsamall í kirkju. „Ég vona, að þú hafir nú verið siðleg- ur í kirkjunni,“ sagði mamma hans, þeg- ar hann kom lieim. „Hvort ég var, mamma, og ég stóðst meira að segja mikla freistingu,“ svar- aði strákur. „Það kom nefnilega maður til mín og rétti mér skál fulla af pen- ingum, en ég stóðst mátið og sagði við hann: Nei, þakka þér kærlega fyrir.“ Ensk strætisvagnssaga ENGLENDINGUR var kvaddur fyrir rétt, af því að hann hafði barið konu í strætisvagni! „Þvi í ósköpunum gerðuð þér þetta? spurði yfirvaldið. Maðurinn svaraði: „Ég gat ekki að þvl gert. Þessi kona kemur inn i vagnin11 og sezt andspænis mér. Hún opnar tösk- una sina, tekur upp peningabuddu, lokar svo töskunni, opnar budduna, tekur pen- ing upp úr henni, lokar síðan buddunnh opnar töskuna, lætur budduna í liana og lokar töskunni. Þá tekur hún eftir þvh að fargjalda-rukkarinn er farinn upp a efri hæð í vagninum, svo hún opnar tösk- una, tekur hudduna, lokar töskunnh opnar budduna, lætur peninginn aftur i hana, lokar buddunni, opnar töskuna, lætur budduna aftur í hana og lokar svo töskunni. Þegar rukkarinn kemur aftur niður.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.