Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN KVEIIIHIAÞÆTTII Jreifju ^ Vetrartízkan frá París TÍZKUKÓNGURINN Lanvin hefur orð á sér fyrir að kunna bezt allra að sníða föt, enda frægur fyrir dragtir sínar, sem að þessu sinni eru ákaflega látlausar og fara mjög vel. Pilsin eru slétt og mjög stutt, jakkinn oft stuttur og þá með fyr- irferðarmiklu loðskinni um hálsinn. Lanvin sýndi einnig heimaklæðnað úr næfurþunnum, gagnsæjum efnum, mjög íburðarmiklum, og vakti mikla kátinu. Hann sýndi svarta blúndu-ullarsokka með grárri tweed-dragt, en einnig hyrn- ur úr fínum ullarefnum við slétta, svarta, ermalausa kjólá, sem voru með perlu- ísaumuðum krögum, og stór sjöl úr svörlu músselíni við ljósa kvöldkjóla. Ivjólar eru mjög flegnir, annaðlivort i bak eða að framan og mynda þá stund- um stafinn U. En þar sem sjást verður í brjóstahaldara, eru þeir settir pallétt- um. Skozkt mynztur er mjög í tízku. Dragt- ir eru úr rauðu og flöskugrænu skozku efni, pils eru með djúpri ópressaðri fell- ingu að framan. Ullarsokkar með kasm- írvend i sama lit og peysan fara ungum stúlkum mjög vel. Dragtarkjóll úr gráu flóneli með skozkum uppbrotum og buxnapilsi vakti verðuga athygli. Káputízkan frá 1920 er nú aftur ú markaðinum. Eru boðangar bryddaðn’ loðskinnum eða striitsfjöðrum og látnU' sveipast livor utan yfir annan. Framleiðum kápur og dragtir úr tízkuefnum eftir sniðum frá þekktustu tízkuhúsum heims. — Sendum gegn póstkröfu. Kápan h.f. Laugavegi 35 — Sími 14278.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.