Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN Aldarafmæli Einars skálds Benediktssonar Samtal við Magnús Víglundsson ræðismann UM ÞESSI mánaðamót (31. okt.) eru 100 ár liðin frá fæðingu þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. Hann var um margt á undan samtíð sinni, enda fá- dæma stórbrotinn persónuleiki, víðför- ulli og víðsýnni en flestir landar lians í þann tið. Mörg kvæða Einars eru meðal hátinda íslenzks skáldskapar. Þau rísa sem andleg minnismerki, er íslenzka þjóðin mun væntanlega nálgast og dá því meir sem lengra líður. Þau eru lil- valinn mælikvarði á skilning íslendinga á tignar hugsanir í búningi stórhrotinnar orðlistar bundins máls. Það er vel, að hér skuli vera starfandi vökult félag, er stendur vörð um minn- ingu Einars Benediktssonar og heldur nafni hans og liugsjónum á lofti. Það nefnist BBAGI H/F. — SAMTÍÐIN átti nýlega eftirfarandi samtal við formann þess, Magnús Víg'lundsson ræðismann, vegna aldarafmælis skáldsins. „Þið eruð auðvitað i útgáfuhug á ald- arafmælinu.“ „Já, BRAGI mun senda frá sér heild- arsafn af kvæðum Einars ásamt þýðingu lians á Pétri Gaut allt í einni bók, sem prentuð vei’ður í 5000 eintökum. 500 tölu- sett eintök verða gefin út íxieð sérstakri viðhöfn. Sigurður Nordal prófessor er okkur til ráðuneytis, Ixvað útgáfuna snertir og skrifar formála að kvæðxxnum, en Hafsteinn prentsmiðjxxstjóri Guð- mundsson sér unx tæknilegan frágang bókarinnar.“ Magnús Víglundsson „Er ekki líka von á riti frá ykkur um skáldskap Einars?“ „Séra Sigurður Einax-sson, skáld 1 Holti, hefur samið fyrir okkur bók xneð skýringum á 25 viðamestu og torráðn- ustu kvæðuxxi þjóðskáldsins. Þar er jafn- franxt af skáldlegu iixnsæi leiddur í lj°s boðskapur þessara kvæða og fegxxrð þeirra, enda gerir séra Sigui’ður af xxæxn- unx skilningi grein fyrir listrænuxxi vinnu- brögðum höfundar. Við leggjunx kapp a> að hók séra Sigurðar komi út á næsta ái’i.“ „BRAGI hefur látið gera veglegU standmynd af Einari Benediktssyni „Ásmundur Sveinsson myndhöggvai'i hefur gert þá mynd, og horgarstjórix Reykjavíkur Iiefur valið henni stað 1 hinum fyrii’hugaða skemnxtigarði a Klambratúni. Ég vil nota tækifærið og þakka Geir Hallgrímssyni borgai’sljóra

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.